Fangelsismál í algjöru öngstræti Una Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 19:30 Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“ Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“
Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00