Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Síkátur sjómaður prýðir vegg Sjávarútvegshússins. Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. „Menn geta nú gengið af göflunum á Miðborgarvökunni,“ segir Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon léttur í lundu en gaflar áðurnefndra húsa prýða nú glæsileg listaverk. Miðborgarvaka hefst í kvöld ásamt tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og voru listaverkin gerð af því tilefni. „Þetta eru einkum og sér í lagi erlendir listamenn sem mála þessi verk. Þetta byrjaði allt með samtali framkvæmdastjóra Airwaves, Gríms Atlasonar, og þýskrar myndlistarkonu og ýttu þau þessu verkefni af stað,“ segir Jakob Frímann um upphafið. Verkin eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar og samtakanna og bera yfirskriftina Wall Poetry 2015. Miðborgarvaka fer ávallt fram á sama tíma og Airwaves-hátíðin og þá er mikið um að vera í miðborgarsamfélaginu. „Það er til að mynda opið lengur í verslunum og miðborgin mun iða af lífi og hvetjum við fólk til að koma og njóta Airwaves-stemningarinnar í miðbænum, með öllum þeim möguleikum sem í boði eru eins og off-venue viðburðum og opnum verslunum,“ segir Jakob Frímann, sem sjálfur ætlar að vaka lengi fram eftir og ganga að göflunum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af listaverkum. Airwaves Tengdar fréttir Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Víða um borgina spretta upp litrík vegglistaverk sem eru hluti af samstarfsverkefni Iceland Airwaves og Urban Nation Berlín. 30. september 2015 09:00 Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira
Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. „Menn geta nú gengið af göflunum á Miðborgarvökunni,“ segir Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon léttur í lundu en gaflar áðurnefndra húsa prýða nú glæsileg listaverk. Miðborgarvaka hefst í kvöld ásamt tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og voru listaverkin gerð af því tilefni. „Þetta eru einkum og sér í lagi erlendir listamenn sem mála þessi verk. Þetta byrjaði allt með samtali framkvæmdastjóra Airwaves, Gríms Atlasonar, og þýskrar myndlistarkonu og ýttu þau þessu verkefni af stað,“ segir Jakob Frímann um upphafið. Verkin eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar og samtakanna og bera yfirskriftina Wall Poetry 2015. Miðborgarvaka fer ávallt fram á sama tíma og Airwaves-hátíðin og þá er mikið um að vera í miðborgarsamfélaginu. „Það er til að mynda opið lengur í verslunum og miðborgin mun iða af lífi og hvetjum við fólk til að koma og njóta Airwaves-stemningarinnar í miðbænum, með öllum þeim möguleikum sem í boði eru eins og off-venue viðburðum og opnum verslunum,“ segir Jakob Frímann, sem sjálfur ætlar að vaka lengi fram eftir og ganga að göflunum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af listaverkum.
Airwaves Tengdar fréttir Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Víða um borgina spretta upp litrík vegglistaverk sem eru hluti af samstarfsverkefni Iceland Airwaves og Urban Nation Berlín. 30. september 2015 09:00 Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira
Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Víða um borgina spretta upp litrík vegglistaverk sem eru hluti af samstarfsverkefni Iceland Airwaves og Urban Nation Berlín. 30. september 2015 09:00