Hjálpa næstu stjörnum hvíta tjaldsins að koma sér á framfæri Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. apríl 2015 16:40 Hilmar segist fylgjast spenntur með áhrifum vefsins. „Við erum fyrst og síðast að þjóna greininni. Vinna að þessu stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta, í íslensku sem erlendu samhengi,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands en í dag var opnaður nýr vefur, casting.is, sem miðar að því að kynna næstu íslensku stjörnur hvíta tjaldsins. Fyrst um sinn verður vefurinn einungis til þess að kynna nemendur sem útskrifaðir eru úr kvikmyndaleik hjá Kvikmyndaskóla Íslands en Hilmar segir að í framtíðinni verði vefurinn líkast til nýttur til að kynna leikara sem útskrifaðir eru annars staðar frá. „Við erum einnig að undirbúa sambærilegan vef fyrir nemendur sem útskrifaðir eru úr hinum þremur deildum skólans.“ Sérstaða vefsins felst í því að unnið er að honum með hliðsjón af afmörkuðu gæðakerfi. „Myndir og efni þurfa að standast ákveðinn gæðastuðul sem við höfum sett okkur. Þetta er vefur sem við höfum kynnt fyrir kvikmyndaframleiðendum og við vonumst til þess að menn leiti inn á vefinn næst þegar þeir eru með verkefni og vantar ungt og fallegt hæfileikafólk,“ útskýrir Hilmar. „Það er eitt af því sem nýútskrifaðir leikarar og kvikmyndagerðamenn þurfa að glíma við, það er erfitt að fá vinnu,“ segir Hilmar. Hann bendir þó á að það sé alls ekki bundið við þessar greinar, heldur þurfi fólk almennt að sanna sig þegar það kemur úr námi. „En með því að bjóða upp á gott nám erum við að fjölga þeim sem skara fram úr í greininni og í faginu. Þannig aukum við orðstír íslenskrar kvikmyndagerðar á alþjóðavettvangi.“ Hilmar segir það auðvitað markmið seinna meir með vefnum að auka veg íslenskra kvikmyndaleikara erlendis. Hann segir þó að Kvikmyndaskólinn hyggist stíga eitt skref í einu þrátt fyrir að vefurinn komi til með að stækka hratt. „Heimurinn er að minnka í þessu sem öðru og útlendingar munu þurfa að leita í auknum mæli eftir íslenskum leikurum og starfsmönnum í þeirra kvikmyndaverkefni.“ Rektorinn segir markmiðið ekki að hagnast á síðunni heldur fyrst og síðast að styrkja samband skólans við gamla nemendur og hjálpa þeim að koma sér á framfæri og þannig styrkja íslenska kvikmyndagerð. „Netið er náttúrulega stórt verkfæri á þeirri vegferð. Ég er mjög spenntur að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Við erum fyrst og síðast að þjóna greininni. Vinna að þessu stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta, í íslensku sem erlendu samhengi,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands en í dag var opnaður nýr vefur, casting.is, sem miðar að því að kynna næstu íslensku stjörnur hvíta tjaldsins. Fyrst um sinn verður vefurinn einungis til þess að kynna nemendur sem útskrifaðir eru úr kvikmyndaleik hjá Kvikmyndaskóla Íslands en Hilmar segir að í framtíðinni verði vefurinn líkast til nýttur til að kynna leikara sem útskrifaðir eru annars staðar frá. „Við erum einnig að undirbúa sambærilegan vef fyrir nemendur sem útskrifaðir eru úr hinum þremur deildum skólans.“ Sérstaða vefsins felst í því að unnið er að honum með hliðsjón af afmörkuðu gæðakerfi. „Myndir og efni þurfa að standast ákveðinn gæðastuðul sem við höfum sett okkur. Þetta er vefur sem við höfum kynnt fyrir kvikmyndaframleiðendum og við vonumst til þess að menn leiti inn á vefinn næst þegar þeir eru með verkefni og vantar ungt og fallegt hæfileikafólk,“ útskýrir Hilmar. „Það er eitt af því sem nýútskrifaðir leikarar og kvikmyndagerðamenn þurfa að glíma við, það er erfitt að fá vinnu,“ segir Hilmar. Hann bendir þó á að það sé alls ekki bundið við þessar greinar, heldur þurfi fólk almennt að sanna sig þegar það kemur úr námi. „En með því að bjóða upp á gott nám erum við að fjölga þeim sem skara fram úr í greininni og í faginu. Þannig aukum við orðstír íslenskrar kvikmyndagerðar á alþjóðavettvangi.“ Hilmar segir það auðvitað markmið seinna meir með vefnum að auka veg íslenskra kvikmyndaleikara erlendis. Hann segir þó að Kvikmyndaskólinn hyggist stíga eitt skref í einu þrátt fyrir að vefurinn komi til með að stækka hratt. „Heimurinn er að minnka í þessu sem öðru og útlendingar munu þurfa að leita í auknum mæli eftir íslenskum leikurum og starfsmönnum í þeirra kvikmyndaverkefni.“ Rektorinn segir markmiðið ekki að hagnast á síðunni heldur fyrst og síðast að styrkja samband skólans við gamla nemendur og hjálpa þeim að koma sér á framfæri og þannig styrkja íslenska kvikmyndagerð. „Netið er náttúrulega stórt verkfæri á þeirri vegferð. Ég er mjög spenntur að sjá hvað kemur út úr þessu.“
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira