Hjálpa næstu stjörnum hvíta tjaldsins að koma sér á framfæri Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. apríl 2015 16:40 Hilmar segist fylgjast spenntur með áhrifum vefsins. „Við erum fyrst og síðast að þjóna greininni. Vinna að þessu stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta, í íslensku sem erlendu samhengi,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands en í dag var opnaður nýr vefur, casting.is, sem miðar að því að kynna næstu íslensku stjörnur hvíta tjaldsins. Fyrst um sinn verður vefurinn einungis til þess að kynna nemendur sem útskrifaðir eru úr kvikmyndaleik hjá Kvikmyndaskóla Íslands en Hilmar segir að í framtíðinni verði vefurinn líkast til nýttur til að kynna leikara sem útskrifaðir eru annars staðar frá. „Við erum einnig að undirbúa sambærilegan vef fyrir nemendur sem útskrifaðir eru úr hinum þremur deildum skólans.“ Sérstaða vefsins felst í því að unnið er að honum með hliðsjón af afmörkuðu gæðakerfi. „Myndir og efni þurfa að standast ákveðinn gæðastuðul sem við höfum sett okkur. Þetta er vefur sem við höfum kynnt fyrir kvikmyndaframleiðendum og við vonumst til þess að menn leiti inn á vefinn næst þegar þeir eru með verkefni og vantar ungt og fallegt hæfileikafólk,“ útskýrir Hilmar. „Það er eitt af því sem nýútskrifaðir leikarar og kvikmyndagerðamenn þurfa að glíma við, það er erfitt að fá vinnu,“ segir Hilmar. Hann bendir þó á að það sé alls ekki bundið við þessar greinar, heldur þurfi fólk almennt að sanna sig þegar það kemur úr námi. „En með því að bjóða upp á gott nám erum við að fjölga þeim sem skara fram úr í greininni og í faginu. Þannig aukum við orðstír íslenskrar kvikmyndagerðar á alþjóðavettvangi.“ Hilmar segir það auðvitað markmið seinna meir með vefnum að auka veg íslenskra kvikmyndaleikara erlendis. Hann segir þó að Kvikmyndaskólinn hyggist stíga eitt skref í einu þrátt fyrir að vefurinn komi til með að stækka hratt. „Heimurinn er að minnka í þessu sem öðru og útlendingar munu þurfa að leita í auknum mæli eftir íslenskum leikurum og starfsmönnum í þeirra kvikmyndaverkefni.“ Rektorinn segir markmiðið ekki að hagnast á síðunni heldur fyrst og síðast að styrkja samband skólans við gamla nemendur og hjálpa þeim að koma sér á framfæri og þannig styrkja íslenska kvikmyndagerð. „Netið er náttúrulega stórt verkfæri á þeirri vegferð. Ég er mjög spenntur að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Við erum fyrst og síðast að þjóna greininni. Vinna að þessu stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta, í íslensku sem erlendu samhengi,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands en í dag var opnaður nýr vefur, casting.is, sem miðar að því að kynna næstu íslensku stjörnur hvíta tjaldsins. Fyrst um sinn verður vefurinn einungis til þess að kynna nemendur sem útskrifaðir eru úr kvikmyndaleik hjá Kvikmyndaskóla Íslands en Hilmar segir að í framtíðinni verði vefurinn líkast til nýttur til að kynna leikara sem útskrifaðir eru annars staðar frá. „Við erum einnig að undirbúa sambærilegan vef fyrir nemendur sem útskrifaðir eru úr hinum þremur deildum skólans.“ Sérstaða vefsins felst í því að unnið er að honum með hliðsjón af afmörkuðu gæðakerfi. „Myndir og efni þurfa að standast ákveðinn gæðastuðul sem við höfum sett okkur. Þetta er vefur sem við höfum kynnt fyrir kvikmyndaframleiðendum og við vonumst til þess að menn leiti inn á vefinn næst þegar þeir eru með verkefni og vantar ungt og fallegt hæfileikafólk,“ útskýrir Hilmar. „Það er eitt af því sem nýútskrifaðir leikarar og kvikmyndagerðamenn þurfa að glíma við, það er erfitt að fá vinnu,“ segir Hilmar. Hann bendir þó á að það sé alls ekki bundið við þessar greinar, heldur þurfi fólk almennt að sanna sig þegar það kemur úr námi. „En með því að bjóða upp á gott nám erum við að fjölga þeim sem skara fram úr í greininni og í faginu. Þannig aukum við orðstír íslenskrar kvikmyndagerðar á alþjóðavettvangi.“ Hilmar segir það auðvitað markmið seinna meir með vefnum að auka veg íslenskra kvikmyndaleikara erlendis. Hann segir þó að Kvikmyndaskólinn hyggist stíga eitt skref í einu þrátt fyrir að vefurinn komi til með að stækka hratt. „Heimurinn er að minnka í þessu sem öðru og útlendingar munu þurfa að leita í auknum mæli eftir íslenskum leikurum og starfsmönnum í þeirra kvikmyndaverkefni.“ Rektorinn segir markmiðið ekki að hagnast á síðunni heldur fyrst og síðast að styrkja samband skólans við gamla nemendur og hjálpa þeim að koma sér á framfæri og þannig styrkja íslenska kvikmyndagerð. „Netið er náttúrulega stórt verkfæri á þeirri vegferð. Ég er mjög spenntur að sjá hvað kemur út úr þessu.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira