Dæmdur en ekki gerð refsing fyrir að framvísa fölsuðu albönsku vegabréfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2015 17:55 Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Flóttamenn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.
Flóttamenn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira