Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 11:00 Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir „Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“ Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
„Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“
Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25