Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 11:00 Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir „Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“ Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“
Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25