Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi sveinn arnarsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ríkið hafa gefið tóninn í kjaraviðræðum með samningum sínum, svo sem við kennara og lækna. Fréttablaðið/Valli Mikið ber í milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Samningur aðildarfélaga SGS við SA rennur út í lok febrúar. Ljóst er því að samningaviðræður verða erfiðar milli félaganna.Þorsteinn VíglundssonStarfsgreinasambandið afhenti í gær Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins telja engan grundvöll til samningaviðræðna á grundvelli þeirra krafna og gagnrýna SGS fyrir að meta ekki áhrif kröfugerðar á verðbólgu og aðra þætti. Samningar félaganna renna út í lok febrúar og ljóst er að mikið ber á milli aðila áður en samningaviðræður hefjast. „Þessar kröfur eru úr öllu samhengi. Menn hafa verið að sjá að svigrúm til hækkana sé um fjögur prósent til að valda ekki verðbólgu. Við höfum lýst vonbrigðum yfir því að sambandið hafi farið fram með þessa óábyrgu kröfu þar sem efnahagslegt mat liggur ekki fyrir. Hækkanir launa upp á 500 milljarða íslenskra króna munu gefa verðbólgu lausan tauminn. Síðustu kjarasamningar báru árangur og eru ótvírætt mesta kaupmáttaraukning sem við höfum séð og við höfum sögulegt tækifæri nú til að byggja ofan á það,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.Drífa SnædalKröfur Starfsgreinasambandsins miða að því að hækka lægstu laun upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og að sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Grundvallaratriði sé að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum í stað þess að ganga sér til húðar með yfirvinnu og aukavinnu til að framfleyta sér og sínum. „Við gerðum ekki ráð fyrir að kröfugerðinni yrði tekið með húrrahópum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. „Viðbrögð SA vekja okkur síður en svo bjartsýni en nú fer þetta í ferli og við förum að ræða saman. Allt okkar fólk er tilbúið í átök.“ Drífa telur hið opinbera hafa vissulega sett ákveðið fordæmi sem það verði að standa við. „Ríkið hefur gefið tóninn og ekkert launungarmál að við lítum til þess sem var gert fyrir háskólamenntaða starfsmenn, bæði menntaskólakennara og lækna til dæmis. Þessi kröfugerð er unnin af okkar félagsmönnum í lýðræðislegu ferli og okkur ber að koma á framfæri kröfum þeirra.“ Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Mikið ber í milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Samningur aðildarfélaga SGS við SA rennur út í lok febrúar. Ljóst er því að samningaviðræður verða erfiðar milli félaganna.Þorsteinn VíglundssonStarfsgreinasambandið afhenti í gær Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins telja engan grundvöll til samningaviðræðna á grundvelli þeirra krafna og gagnrýna SGS fyrir að meta ekki áhrif kröfugerðar á verðbólgu og aðra þætti. Samningar félaganna renna út í lok febrúar og ljóst er að mikið ber á milli aðila áður en samningaviðræður hefjast. „Þessar kröfur eru úr öllu samhengi. Menn hafa verið að sjá að svigrúm til hækkana sé um fjögur prósent til að valda ekki verðbólgu. Við höfum lýst vonbrigðum yfir því að sambandið hafi farið fram með þessa óábyrgu kröfu þar sem efnahagslegt mat liggur ekki fyrir. Hækkanir launa upp á 500 milljarða íslenskra króna munu gefa verðbólgu lausan tauminn. Síðustu kjarasamningar báru árangur og eru ótvírætt mesta kaupmáttaraukning sem við höfum séð og við höfum sögulegt tækifæri nú til að byggja ofan á það,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.Drífa SnædalKröfur Starfsgreinasambandsins miða að því að hækka lægstu laun upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og að sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Grundvallaratriði sé að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum í stað þess að ganga sér til húðar með yfirvinnu og aukavinnu til að framfleyta sér og sínum. „Við gerðum ekki ráð fyrir að kröfugerðinni yrði tekið með húrrahópum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. „Viðbrögð SA vekja okkur síður en svo bjartsýni en nú fer þetta í ferli og við förum að ræða saman. Allt okkar fólk er tilbúið í átök.“ Drífa telur hið opinbera hafa vissulega sett ákveðið fordæmi sem það verði að standa við. „Ríkið hefur gefið tóninn og ekkert launungarmál að við lítum til þess sem var gert fyrir háskólamenntaða starfsmenn, bæði menntaskólakennara og lækna til dæmis. Þessi kröfugerð er unnin af okkar félagsmönnum í lýðræðislegu ferli og okkur ber að koma á framfæri kröfum þeirra.“
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira