Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 15:07 Sigurður Örn Ágústsson steig í pontu Alþingis í gær og ræddi kjör þingmanna. Það er hans mat að laun þingmanna séu lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. GVA/Vilhelm „Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
„Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira