Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar finnst skammsýni fólgin í því að gera aðeins sextíu aðgerðir á ári sem fyrirbyggja heilablóðföll þegar þörfin er rúmlega tvöfalt meiri. vísir/GVA Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“ Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00