Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 14:27 Neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hefur víðtækar heimildir til að gera breytingar, að sögn Dags. Vísir/Ernir „Öryggi og góð þjónusta, hvoru tveggja á að einkenna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og það hefur ekki verið raunin undanfarnar vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Hann segir að aðferðafræði krísustjórnunar verði notuð til að greiða úr stöðu ferðaþjónustunnar.Gerir þær breytingar sem þarf Neyðarstjórn sem sett hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða og breyta þjónustunni. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur með stjórnendum flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Hún getur gert tillögur að grundvallarbreytingum ef hún telur það nauðsynlegt í stöðinni,“ segir Dagur um heimildir nefndarinnar. Hann segir að neyðarstjórnin, sem leidd er af Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, hafi heimildir til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. „Það kom fram tillaga á borgarstjórnarfundi til að fara yfir ferlana og það er eitt af því sem þessi stjórn á að gera en hún hefur mun víðtækara umboð. Það er í raun verið að nota aðferðafræði kríustjórnunar til þess að grípa inn og fela einhverjum skýrt umboð til að gera það sem gera þarf,“ segir Dagur aðspurður um tillögu sem áður hefur komið fram um að mynda neyðarstjórn um málið.Of alvarlegt til að bregðast ekki við Dagur segir að atvikið í gær þar sem átján ára þroskaskert stúlka týndist í bíl á vegum ferðaþjónustunnar hafi einfaldlega verið of alvarlegt til að grípa ekki til aðgerða. Hann segir þó að síðustu vikur hafi verið unnið að því að laga þjónustuna sem hefur verið harðlega gagnrýnd af notendum um nokkurra mánaða skeið. „Ég held að við séum með þessu að horfast i augu við það að þetta hefur ekki gengið eins og það á að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna. Þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýjanlegt að svona yrði stigið inn í með ákveðnari hætti en áður,“ segir hann. En þarf ekki einhver að axla ábyrgð á stöðunni og öllum þeim mistökum sem orðið hafa? „Við erum núna að taka þetta verkefni og setja undir sérstaka stjórn og þannig að bregðast við stöðunni sem uppi er. Það er okkur efst í huga í dag en svo ákváðum við að gera óháða úttekt á allri innleiðingunni því að þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og margir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf einfaldlega að fara yfir það í heild sinni.“Miður sín vegna málsins Dagur segist vera miður yfir stöðunni eins og hún hefur verið undanfarnar vikur. „Þetta á að vera örugg og góð þjónusta, þetta er viðkvæm þjónusta og þetta er þjónusta við fólk og hún þarf að endurspegla það,“ segir hann og útilokar ekki að meira fé verði sett í verkefnið. „Það þarf bæði að fara yfir hvernig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjónustuna og það þarf að fara yfir verkferla varðandi móttöku, þegar einstaklingar koma á staðin, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar,“ segir hann og bætir við að ferðaþjónustan verði skoðuð sem heild. Dagur segir borgina hafa lært margt af málinu „Til dæmis það að það voru hagsmunasamtök notenda, fatlaðs fólks, sem vöruðu mjög við því að fara af stað á þessum árstíma. Það var ekki hlustað nægilega á það. Sumu var frestað, eins og breytingar á skólaakstrinum, en öðru ekki og fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur einfaldlega komið á daginn,“ segir hann. Dagur segir að þó að langur tími hafi verið til að undirbúa breytingarnar þá hafi hann annaðhvort ekki verið nýttur nógu vel eða nógu langur. Hann segir þó að ekki megi gleyma að tilgangur breytinganna hafi átt að vera að „Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því verður að bæta.“ Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
„Öryggi og góð þjónusta, hvoru tveggja á að einkenna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og það hefur ekki verið raunin undanfarnar vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Hann segir að aðferðafræði krísustjórnunar verði notuð til að greiða úr stöðu ferðaþjónustunnar.Gerir þær breytingar sem þarf Neyðarstjórn sem sett hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða og breyta þjónustunni. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur með stjórnendum flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Hún getur gert tillögur að grundvallarbreytingum ef hún telur það nauðsynlegt í stöðinni,“ segir Dagur um heimildir nefndarinnar. Hann segir að neyðarstjórnin, sem leidd er af Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, hafi heimildir til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. „Það kom fram tillaga á borgarstjórnarfundi til að fara yfir ferlana og það er eitt af því sem þessi stjórn á að gera en hún hefur mun víðtækara umboð. Það er í raun verið að nota aðferðafræði kríustjórnunar til þess að grípa inn og fela einhverjum skýrt umboð til að gera það sem gera þarf,“ segir Dagur aðspurður um tillögu sem áður hefur komið fram um að mynda neyðarstjórn um málið.Of alvarlegt til að bregðast ekki við Dagur segir að atvikið í gær þar sem átján ára þroskaskert stúlka týndist í bíl á vegum ferðaþjónustunnar hafi einfaldlega verið of alvarlegt til að grípa ekki til aðgerða. Hann segir þó að síðustu vikur hafi verið unnið að því að laga þjónustuna sem hefur verið harðlega gagnrýnd af notendum um nokkurra mánaða skeið. „Ég held að við séum með þessu að horfast i augu við það að þetta hefur ekki gengið eins og það á að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna. Þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýjanlegt að svona yrði stigið inn í með ákveðnari hætti en áður,“ segir hann. En þarf ekki einhver að axla ábyrgð á stöðunni og öllum þeim mistökum sem orðið hafa? „Við erum núna að taka þetta verkefni og setja undir sérstaka stjórn og þannig að bregðast við stöðunni sem uppi er. Það er okkur efst í huga í dag en svo ákváðum við að gera óháða úttekt á allri innleiðingunni því að þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og margir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf einfaldlega að fara yfir það í heild sinni.“Miður sín vegna málsins Dagur segist vera miður yfir stöðunni eins og hún hefur verið undanfarnar vikur. „Þetta á að vera örugg og góð þjónusta, þetta er viðkvæm þjónusta og þetta er þjónusta við fólk og hún þarf að endurspegla það,“ segir hann og útilokar ekki að meira fé verði sett í verkefnið. „Það þarf bæði að fara yfir hvernig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjónustuna og það þarf að fara yfir verkferla varðandi móttöku, þegar einstaklingar koma á staðin, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar,“ segir hann og bætir við að ferðaþjónustan verði skoðuð sem heild. Dagur segir borgina hafa lært margt af málinu „Til dæmis það að það voru hagsmunasamtök notenda, fatlaðs fólks, sem vöruðu mjög við því að fara af stað á þessum árstíma. Það var ekki hlustað nægilega á það. Sumu var frestað, eins og breytingar á skólaakstrinum, en öðru ekki og fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur einfaldlega komið á daginn,“ segir hann. Dagur segir að þó að langur tími hafi verið til að undirbúa breytingarnar þá hafi hann annaðhvort ekki verið nýttur nógu vel eða nógu langur. Hann segir þó að ekki megi gleyma að tilgangur breytinganna hafi átt að vera að „Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því verður að bæta.“
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira