Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2015 16:00 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. vísir/anton brink Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07