Enn gríðarlegt álag hjá sýslumanninum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Verkfallið hefur haft áhrif á líf fjölda fólks. Á 12. þúsund þinglýsingamál söfnuðust upp, mikill fjöldi beiðna um fjárnám og nauðungarsölur og hvorki var hægt að gifta sig hjá sýslumanni né skilja. vísir/andri marinó „Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“ Alþingi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
„Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“
Alþingi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira