Enn gríðarlegt álag hjá sýslumanninum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Verkfallið hefur haft áhrif á líf fjölda fólks. Á 12. þúsund þinglýsingamál söfnuðust upp, mikill fjöldi beiðna um fjárnám og nauðungarsölur og hvorki var hægt að gifta sig hjá sýslumanni né skilja. vísir/andri marinó „Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“ Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira