Enn gríðarlegt álag hjá sýslumanninum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Verkfallið hefur haft áhrif á líf fjölda fólks. Á 12. þúsund þinglýsingamál söfnuðust upp, mikill fjöldi beiðna um fjárnám og nauðungarsölur og hvorki var hægt að gifta sig hjá sýslumanni né skilja. vísir/andri marinó „Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“ Alþingi Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
„Við erum að vinna okkur út úr þessu, en það er mjög mismunandi eftir málaflokkum hvernig hægt er að vinna málin,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega tíu vikna verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni, sem eru félagar í BHM, varð til þess að gríðarlegur fjöldi mála safnaðist upp hjá embættinu. Í eðlilegu árferði er stefnt að því að afgreiðsluhraði hjá embættinu sé innan við ein vika. Í dag er hann fjórar til fimm vikur, en þegar verkfalli lauk höfðu sum mál beðið í tæpar ellefu vikur. Þórólfur segir að einhverjar vikur taki að koma málum í eðlilegt horf, enda hafi mikill fjöldi mála safnast upp.Þórólfur Halldórsson„Bara þinglýsingarskjöl voru á milli 11 og 12 þúsund og það þarf að velta hverju skjali og skoða það gaumgæfilega, það eru ekki afgreiðslumál, það þarf að fara í gegnum skjölin, undirritanir og annað því um líkt. Síðan var aragrúi af málum á fullnustusviði, aðfararmál svokölluð, fjárnámskröfur, nauðungarsölur. Það eru aftur mál sem þarf að boða í sérstaklega með ákveðnum fyrirvara þannig að þegar verkfalli lauk var ekki bara hægt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur þurfti að auglýsa upp á nýtt eða senda boðanir með nokkurra vikna fyrirvara, eftir því á hvaða stigi málin voru, og síðan dreifa þeim með eðlilegum hætti. Þetta er því ekki þannig að það sé hægt að byrja eins og ekkert hafi í skorist.“ Í verkfallinu gat fólk ekki látið gefa sig saman hjá sýslumanni og ekki var hægt að afgreiða skilnaði. Sumir gáfust upp á biðinni. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk hafi hætt við að skilja í verkfallinu af því að það stóð svo lengi.“ Verkfall BHM hófst 7. apríl og lauk 13. júlí þegar Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu það. Þá tóku við sumarfrí. „Sumarorlofstími er ákveðinn samkvæmt lögum og þá þarf fólk að taka sitt orlof. Það er því ákveðið flækjustig í þessu.“
Alþingi Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira