Suður-Ameríka vill aðstoð í útflutningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. ágúst 2015 08:00 Sigtryggur Baldursson framkvæmdarstjóri Útón segir bréfið vera mikla viðurkenningu fyrir störf Útón. Vísir/GVA Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur. Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur.
Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning