Formaður Bændasamtakanna vill að ákvörðunartaka um hækkanir verði gegnsærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Formaður Bændasamtakanna segir að áður fyrr hafi mjólk og smjör verið selt á undirverði. vísir/pjetur Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri. Alþingi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri.
Alþingi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira