Hollenska stúlkan farin heim til föður síns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamálið hér á landi í lengri tíma. Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“ Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“
Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent