Hollenska stúlkan farin heim til föður síns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamálið hér á landi í lengri tíma. Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“ Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“
Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36