Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ólíkt Uber munu eingöngu leyfisskyldir ökumenn aka fyrir Taxi Service. vísirgva „Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“ Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
„Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira