25 ára táraflóð ensku landsliðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Laura Bassett grét eftir að England féll úr leik á HM kvenna, rétt eins og Paul Gascoigne gerði í undanúrslitaleik Englands og Þýskalands í undanúrslitum HM á Ítalíu árið 1990. Vísir/Getty Enska þjóðin hreifst með frammistöðu enska kvennalandsliðsins á HM í Kanada. Áhuginn jókst með hverjum sigrinum og þegar þær ensku tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með því að leggja gestgjafana að velli varð sprenging í bæði umfjöllun og áhuga um ensku „ljónynjurnar“. Draumur Englendinga um að komast í úrslit keppninnar tók enda í fyrrinótt, þegar varnarmaðurinn Laura Bassett varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma gegn ríkjandi heimsmeisturum Japans. Þær japönsku fögnuðu sætum 2-1 sigri en eftir sat Bassett í tárum. Og enska þjóðin grét með. Karlalandsliðið hefur lengi verið í sviðsljósinu og langt er síðan menn fór að lengja í annan titil eftir að England varð heimsmeistari árið 1966. Biðin virtist ætla að taka enda þegar enska landsliðið með hinn skrautlega Paul Gascoigne sem sinn besta mann komst í undanúrslit HM á Ítalíu fyrir aldarfjórðungi. Þar tapaði England hins vegar fyrir verðandi heimsmeisturum Þýskalands í vítaspyrnukeppni. Fyrr í leiknum hafði Gascoigne gert sig sekan um slæm mistök. Hann fékk gult spjald fyrir að tækla Thomas Berthold en það þýddi að „Gazza“ hefði misst af úrslitaleiknum hefði England komist alla leið. Gascoigne gat ekki haldið aftur af tárunum og hann var ekki í jafnvægi til að taka sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni. Það gerði Chris Waddle í hans stað – hann brenndi af og Þýskaland komst áfram. Dæmin eru fleiri og það kann að vera dæmigert að loks þegar enska kvennalandsliðið fékk athygli almennings og stærstu fjölmiðlanna á Englandi varð niðurstaðan jafn grátleg og hjá enska kvennalandsliðinu í Vancouver í fyrrinótt. En viðbrögðin létu ekki á sér standa og hlaut hin seinheppna Bassett gríðarlegan stuðning úr öllum mögulegum áttum eftir leik. Landsliðsþjálfarinn Mark Sampson, sem sjálfur virtist grátbólginn í viðtölum eftir leik, gekk fremstur í þeim hópi. „Hún átti þetta ekki skilið. Það verður litið á hana sem hetju og ekkert annað. Hún hefur verið hugrökk, sterk og haldið þessum hópi saman.“Laura Bassett var algjörlega niðurbrotin í leikslok.Vísir/GettySárustu töp ensku landsliðanna á stórmótum undanfarinn aldarfjórðungHM karla 1990 4-3 tap í vítakeppni fyrir Þýskalandi í undanúrslitum.Skúrkar: Stuart Pearce og Chris Waddle (klikkuðu á vítum).EM karla 1996 6-5 tap í vítakeppni fyrir Þýskalandi í undanúrslitum.Skúrkar: Gareth Southgate (klikkaði á víti).HM karla 1998 4-3 tap í vítak. fyrir Argentínu í 16 liða úrslitumSkúrkar: David Beckham (rautt spjald). Paul Ince og David Batty (klikkuðu á vítum).HM karla 2002 2-1 tap fyrir Brasilíu í átta liða úrslitum eftir sigurmark Ronaldinho frá miðju.Skúrkur: Markvörðurinn David Seaman.EM karla 2004 6-5 tap í vítakeppni fyrir Portúgal í átta liða úrslitum.Skúrkar: David Beckham og Darius Vassell (klikkuðu á vítum).HM karla 2006 3-1 tap í vítakeppni fyrir Portúgal í átta liða úrslitum.Skúrkar: Wayne Rooney (rautt spjald). Frank Lampard, Steven Gerrard og Jamie Carragher (klikkuðu á vítum).HM kvenna 2011 4-3 tap í vítakeppni fyrir Frakklandi í átta liða úrslitum.Skúrkar: Claire Rafferty og Faye White (klikkuðu á vítum).EM karla 2012 4-2 tap í vítakeppni fyrir Ítalíu í átta liða úrslitum.Skúrkar: Ashley Young og Ashley Cole (klikkuðu á vítum).HM kvenna 2015 2-1 tap fyrir Japan í undanúrslitum eftir sjálfsmark í uppbótartíma.Skúrkur: Laura Bassett (sjálfsmark). Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Enska þjóðin hreifst með frammistöðu enska kvennalandsliðsins á HM í Kanada. Áhuginn jókst með hverjum sigrinum og þegar þær ensku tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með því að leggja gestgjafana að velli varð sprenging í bæði umfjöllun og áhuga um ensku „ljónynjurnar“. Draumur Englendinga um að komast í úrslit keppninnar tók enda í fyrrinótt, þegar varnarmaðurinn Laura Bassett varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma gegn ríkjandi heimsmeisturum Japans. Þær japönsku fögnuðu sætum 2-1 sigri en eftir sat Bassett í tárum. Og enska þjóðin grét með. Karlalandsliðið hefur lengi verið í sviðsljósinu og langt er síðan menn fór að lengja í annan titil eftir að England varð heimsmeistari árið 1966. Biðin virtist ætla að taka enda þegar enska landsliðið með hinn skrautlega Paul Gascoigne sem sinn besta mann komst í undanúrslit HM á Ítalíu fyrir aldarfjórðungi. Þar tapaði England hins vegar fyrir verðandi heimsmeisturum Þýskalands í vítaspyrnukeppni. Fyrr í leiknum hafði Gascoigne gert sig sekan um slæm mistök. Hann fékk gult spjald fyrir að tækla Thomas Berthold en það þýddi að „Gazza“ hefði misst af úrslitaleiknum hefði England komist alla leið. Gascoigne gat ekki haldið aftur af tárunum og hann var ekki í jafnvægi til að taka sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni. Það gerði Chris Waddle í hans stað – hann brenndi af og Þýskaland komst áfram. Dæmin eru fleiri og það kann að vera dæmigert að loks þegar enska kvennalandsliðið fékk athygli almennings og stærstu fjölmiðlanna á Englandi varð niðurstaðan jafn grátleg og hjá enska kvennalandsliðinu í Vancouver í fyrrinótt. En viðbrögðin létu ekki á sér standa og hlaut hin seinheppna Bassett gríðarlegan stuðning úr öllum mögulegum áttum eftir leik. Landsliðsþjálfarinn Mark Sampson, sem sjálfur virtist grátbólginn í viðtölum eftir leik, gekk fremstur í þeim hópi. „Hún átti þetta ekki skilið. Það verður litið á hana sem hetju og ekkert annað. Hún hefur verið hugrökk, sterk og haldið þessum hópi saman.“Laura Bassett var algjörlega niðurbrotin í leikslok.Vísir/GettySárustu töp ensku landsliðanna á stórmótum undanfarinn aldarfjórðungHM karla 1990 4-3 tap í vítakeppni fyrir Þýskalandi í undanúrslitum.Skúrkar: Stuart Pearce og Chris Waddle (klikkuðu á vítum).EM karla 1996 6-5 tap í vítakeppni fyrir Þýskalandi í undanúrslitum.Skúrkar: Gareth Southgate (klikkaði á víti).HM karla 1998 4-3 tap í vítak. fyrir Argentínu í 16 liða úrslitumSkúrkar: David Beckham (rautt spjald). Paul Ince og David Batty (klikkuðu á vítum).HM karla 2002 2-1 tap fyrir Brasilíu í átta liða úrslitum eftir sigurmark Ronaldinho frá miðju.Skúrkur: Markvörðurinn David Seaman.EM karla 2004 6-5 tap í vítakeppni fyrir Portúgal í átta liða úrslitum.Skúrkar: David Beckham og Darius Vassell (klikkuðu á vítum).HM karla 2006 3-1 tap í vítakeppni fyrir Portúgal í átta liða úrslitum.Skúrkar: Wayne Rooney (rautt spjald). Frank Lampard, Steven Gerrard og Jamie Carragher (klikkuðu á vítum).HM kvenna 2011 4-3 tap í vítakeppni fyrir Frakklandi í átta liða úrslitum.Skúrkar: Claire Rafferty og Faye White (klikkuðu á vítum).EM karla 2012 4-2 tap í vítakeppni fyrir Ítalíu í átta liða úrslitum.Skúrkar: Ashley Young og Ashley Cole (klikkuðu á vítum).HM kvenna 2015 2-1 tap fyrir Japan í undanúrslitum eftir sjálfsmark í uppbótartíma.Skúrkur: Laura Bassett (sjálfsmark).
Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira