Fótbolti

Kolbeinn áttundi Íslendingurinn í frönsku 1. deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/AFP
Kolbeinn Sigþórsson gerði í gær fimm ára samning við franska efstudeildarfélagið Nantes og muna spila í treyju númer níu hjá félaginu á næsta tímabili.

Kolbeinn kemur til liðsins frá Ajax þar sem hann hefur spilað frá 2011 og varð meðal annars þrisvar hollenskur meistari.

Nantes endaði í 14. sæti á síðasta tímabili en skoraði aðeins 29 mörk í 38 leikjum eða minnst allra 20 liðanna í deildinni. Liðið varð síðast franskur meistari árið 2001.

Kolbeinn er áttundi íslenski leikmaðurinn í frönsku 1. deildinni en Albert Guðmundsson var sá fyrsti þegar hann spilaði með þremur félögum (Nancy, RC Paris og Nice) frá 1947 til 1951.

Þórólfur Beck (Rouen, 1966–67), Karl Þórðarson (Laval 1981-84), Teitur Þórðarson (Lens 1981-83), Arnór Guðjohnsen (Bordeaux, 1990–91), Veigar Páll Gunnarsson (Nancy 2008-09) og Eiður Smári Guðjohnsen (AS Monaco, 2009–10) hafa einnig spilað í frönsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×