Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:15 Karl Tómasson tónlistarmaður var illa bitinn í Kjós síðastliðna helgi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. Vísir/Ernir „Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar. Lúsmý Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
„Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar.
Lúsmý Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira