Glanni glæpur með græna fingur Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2015 09:00 Leikarinn Stefán Karl Stefánsson kann vel við sig í garðinum, þar sem hann ræktar alls kyns grænmeti. Hann er á leið í nám í ylrækt. vísir/andri marinó Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“ Garðyrkja Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“
Garðyrkja Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira