Orðinn of gamall fyrir England Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 06:00 Aftur til svíþjóðar Kári Árnason hóf atvinnumannaferilinn í Svíþjóð með Djurgården og er kominn aftur. Fréttablaðið/EPA Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira