Orðinn of gamall fyrir England Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 06:00 Aftur til svíþjóðar Kári Árnason hóf atvinnumannaferilinn í Svíþjóð með Djurgården og er kominn aftur. Fréttablaðið/EPA Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira