Óbærilegur hávaði sem fáir fundu fyrir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Meirihluti viðmælenda kannaðist ekki við óbærilegan hávaða frá Secret Solstice sem minnihlutinn kvartaði yfir. Fréttablaðið/Andri Marínó Skiptar skoðanir eru meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi. Meirihluti nágranna sem blaðamaður náði tali af voru þó jákvæðir í garð hátíðarinnar. Um fjórðungur þeirra var ósáttur við hátíðina og nefndi hávaða sem helstu orsökina. Þá nefndi einn nágranni áhyggjur sínar af dýrunum í Húsdýragarðinum. Sá taldi hávaðann sem barst frá hátíðinni ógna heilsu dýranna. „Mér fannst þetta bara alveg hræðilegt í einu orði sagt. Frá hádegi á föstudegi til miðnættis á sunnudegi glumdi allt húsið,“ segir Margrét K. Sigurðardóttir, nágranni, sem var mjög óánægð með hátíðina. „Það er gengið á okkar persónulega rétt í hverfinu. Þetta á ekki heima hér,“ bætir hún við.Margrét K. SigurðardóttirMargrét var að sama skapi óánægð með niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en það komst að þeirri niðurstöðu að hljóðstyrkur á hátíðinni hafi ekki farið yfir sett mörk. Margrét segir það fráleitt. Heimili í grennd við hátíðarsvæðið fengu miða á hátíðina með afslætti. Tveir viðmælendur sögðust óánægðir með að fá einungis einn miða með afslætti og sögðu það lélegar skaðabætur. Meirihluti nágrannanna kvartaði ekki yfir hávaða. Nágrannarnir sögðust ánægðir með hátíðina. Flestir sögðust ekki hafa fundið fyrir neinum hávaða og margir sögðust ánægðir með að fá líf í dalinn. „Maður nýtur þessa dals alla daga og mér finnst allt í lagi að fleiri fái að gera það,“ segir Inga Kjartansdóttir, nágranni.Víðir Helgi HelgasonAðrir sögðu hávaðann ekki svo mikinn að hann væri óbærilegur en sögðust samt hafa heyrt tónlistina að einhverju leyti heim til sín. „Það var fínt að geta verið heima og heyrt í tónlistinni. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Víðir Helgi Helgason, sem hafði þar að auki keypt sér miða á hátíðina en komst ekki vegna hálskirtlatöku. „Ég var virkilega ánægð með framkvæmd hátíðarinnar. Mér fannst tímamörkin alltaf standast,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir, nágranni. Dagskrá á stóra sviðinu lauk fyrir miðnætti alla daga. Margir nágrannanna sögðust ánægðir með að hátíðin hefði minnkað hávaðann frá því í fyrra og nefndu til dæmis að ekki hefði verið staðið í hljóðprufum snemma morguns líkt og í fyrra. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi. Meirihluti nágranna sem blaðamaður náði tali af voru þó jákvæðir í garð hátíðarinnar. Um fjórðungur þeirra var ósáttur við hátíðina og nefndi hávaða sem helstu orsökina. Þá nefndi einn nágranni áhyggjur sínar af dýrunum í Húsdýragarðinum. Sá taldi hávaðann sem barst frá hátíðinni ógna heilsu dýranna. „Mér fannst þetta bara alveg hræðilegt í einu orði sagt. Frá hádegi á föstudegi til miðnættis á sunnudegi glumdi allt húsið,“ segir Margrét K. Sigurðardóttir, nágranni, sem var mjög óánægð með hátíðina. „Það er gengið á okkar persónulega rétt í hverfinu. Þetta á ekki heima hér,“ bætir hún við.Margrét K. SigurðardóttirMargrét var að sama skapi óánægð með niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en það komst að þeirri niðurstöðu að hljóðstyrkur á hátíðinni hafi ekki farið yfir sett mörk. Margrét segir það fráleitt. Heimili í grennd við hátíðarsvæðið fengu miða á hátíðina með afslætti. Tveir viðmælendur sögðust óánægðir með að fá einungis einn miða með afslætti og sögðu það lélegar skaðabætur. Meirihluti nágrannanna kvartaði ekki yfir hávaða. Nágrannarnir sögðust ánægðir með hátíðina. Flestir sögðust ekki hafa fundið fyrir neinum hávaða og margir sögðust ánægðir með að fá líf í dalinn. „Maður nýtur þessa dals alla daga og mér finnst allt í lagi að fleiri fái að gera það,“ segir Inga Kjartansdóttir, nágranni.Víðir Helgi HelgasonAðrir sögðu hávaðann ekki svo mikinn að hann væri óbærilegur en sögðust samt hafa heyrt tónlistina að einhverju leyti heim til sín. „Það var fínt að geta verið heima og heyrt í tónlistinni. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Víðir Helgi Helgason, sem hafði þar að auki keypt sér miða á hátíðina en komst ekki vegna hálskirtlatöku. „Ég var virkilega ánægð með framkvæmd hátíðarinnar. Mér fannst tímamörkin alltaf standast,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir, nágranni. Dagskrá á stóra sviðinu lauk fyrir miðnætti alla daga. Margir nágrannanna sögðust ánægðir með að hátíðin hefði minnkað hávaðann frá því í fyrra og nefndu til dæmis að ekki hefði verið staðið í hljóðprufum snemma morguns líkt og í fyrra.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira