Innlent

Skærir blettir Ceres myndaðir

blettir á dvergplánetu Dawn-könnunarfarið náði mynd af sérkennilegum blettum Ceres.
blettir á dvergplánetu Dawn-könnunarfarið náði mynd af sérkennilegum blettum Ceres.
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur birt nýjar myndir af skærum blettum á yfirborði dvergplánetunnar Ceres í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters. Að mati vísindamanna hjá NASA er líklegt að fyrirbærið sé tilkomið vegna samspils salts og íss en þeir viðurkenna þó að margt sé enn á huldu um blettina. Flekkirnir eru staðsettir í 90 kílómetra breiðum gíg. „Björtu blettirnir á Ceres eru einstakir og eitthvað sem við höfum aldrei séð áður í sólkerfinu,“ sagði Chris Russell, yfirmaður Dawn-verkefnisins hjá NASA. Könnunarfarið Dawn myndaði blettina úr 4.000 kílómetra hæða í vikunni en það mun rannsaka yfirborð dvergreikistjörnunnar næsta árið. Vísindamenn telja að að Ceres hafi eitt sinn stefnt í að verða pláneta á stærð við Jörðina eða Mars. Vonir standa til að Dawn-könnunarfarið varpi ljósi á hvað leiddi til þess að Ceres hætti að stækka.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×