Ekki tími fyrir Stuðmenn sem stendur Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gísladóttir segir æskilegt að nota túnfífil sem er á réttu þroskastigi til að fá meira út úr honum. vísir/vilhelm Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira