Gefur út göngubók og skipuleggur fyrstu göngugarpa útihátíðina Guðrún Ansnes skrifar 6. júní 2015 12:00 Einar Skúlason hefur gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur. Hann gaf nýlega út bókina Lóa með strá í nefinu og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar. Mýrarboltinn Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar.
Mýrarboltinn Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira