Lífið

Rak upp stór augu þegar hún sá Tatum í flugvélinni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Kaitlyn Culotta, vinkona Marteins var alsæl þegar hún fékk mynd af sér með Channing Tatum. Þá spjölluðu þau einnig líkt og þau væri aldagamlir félagar.
Kaitlyn Culotta, vinkona Marteins var alsæl þegar hún fékk mynd af sér með Channing Tatum. Þá spjölluðu þau einnig líkt og þau væri aldagamlir félagar. mynd/Kaitlyn Culotta
Hollywood-leikarinn og sjarmatröllið Channing Tatum lenti hér á landi í gærmorgun. „Það tók enginn eftir því að þetta var hann og því var enginn að ónáða hann,“ segir Marteinn Pétur Urbancic, starfsmaður á bílaleigu á Keflavíkurflugvelli, en hann varð vitni að því þegar Tatum lenti hér á landi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Tatum að dvelja hér á landi í tíu daga. „Hann er hér ásamt nokkrum félögum sínum og þeir ætla skoða náttúruna og jökla,“ bætir Marteinn við. Einn af félögum Tatums sem er hér með honum er leikarinn Adam Rodriguez, en hann lék ásamt Tatum í myndinni Magic Mike og þá hefur hann meðal annars leikið í þáttum á borð við CSI: Miami og Law & Order. 

„Vinkona mín sat fyrir aftan Rodriguez í flugvélinni og rak upp stór augu þegar hún sá hann og fékk mynd af sér með honum. Á meðan sú mynd var tekin, rak hún upp enn stærri augu þegar hún sá að Tatum var einnig í vélinni,“ bætir Marteinn við

Leikararnir Adam Rodriguez, Matt Bomer og Channing Tatum í góðum gír.
„Við vorum að ná í vinkonu okkar upp á flugvöll sem var að koma frá New York og þegar hún kom út vildi hún bíða aðeins á flugvellinum vegna þess að hún sá að Channing Tatum var með henni í flugvélinni,“ bæti Marteinn við. Tatum er best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við, 21 Jump Street, Magic Mike og Step up.

Vinkona Marteins, Kaitlyn Culotta, fékk mynd af sér með Tatum og náði hún einnig að spjalla við stjörnuna sem henni þótti einkar viðkunnanleg. „Hann var víst mjög almennilegur.“

Tatum sást á vappi í miðbæ Reykjavíkur í gærdag og leyfði fólki að taka myndir af sér með honum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×