Sjaldgæfir sniglar og sveppir í kirkjugarði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. maí 2015 00:01 Gróðurvin í borg. Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusarson í Hólavallagarði sem þau telja friðsælt afdrep í borginni. Fréttablaðið/Stefán Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“ Garðyrkja Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“
Garðyrkja Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira