Eins og að koma út úr skápnum í beinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 12:00 Saga Jónsdóttir og Sunna Borg bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu. Vísir/GVA Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“ Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“