Breyta skipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn garðar örn úlfarsson skrifar 27. apríl 2015 07:15 Áhrif á heilsu og öryggi eru talin talsvert jákvæð en talsvert neikvæð á strönd og bakka Urriðavatns á afmörkuðu svæði, segir í skipulagstillögu um ylströndina. Mynd/EFLA Verkfræðistofa Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að auglýsa breytingu á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi svo koma megi upp baðstað með ylströnd við Urriðavatn í Fellabæ. „Baðstaðurinn mun gera afþreyingu á Héraði fjölbreyttari þar sem engin sambærileg aðstaða er nú þegar í boði,“ segir í greinargerð Fljótsdalshéraðs.SkipulagssvæðiðNýta á heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Urriðavatn og leiða það 700 metra í pípu að baðstaðnum sem á að vera milli Hróarstunguvegar og vatnsbakkans þar sem vegurinn sveigir að vatninu á landi í einkaeigu. Þaðan eru rúmir fimm kílómetrar til Egilsstaða. „Á baðstaðnum er áformað að hafa ylströnd og heita potta við vatnsbakkann, ásamt þjónustuhúsi og hugsanlega byggingarreit fyrir gistihús. Vatn mun renna úr pottunum út í ylströndina,“ segir í greinargerðinni. Magnið verði um 1 til 4 lítrar á sekúndu af 40°C heitu vatni sem sé svipað og tólf- til fimmtugfalt rennsli úr handlaug. Þá segir að Veiðimálastofnun telji að við þetta muni hitakærum tegundum í vatninu fjölga en kulsæknum fækka. Vatnabobba fjölgi á grýttum botni en vorflugum og mýi fækki. Tryggja þurfi að klór berist ekki út í vatnið. „Til mótvægis við ofangreind áhrif eru settir skilmálar um að ylströndin sé að mestu aflokuð frá vatnshloti Urriðavatns með görðum,“ segir í greinargerðinni. Ekki verði losað meira en 4 lítrar á sekúndu og vatnið verði ekki heitara en 40°C. Ekki megi nota klór. Vitnað er til Náttúrumæraskrár Helga Hallgrímssonar. Þar kemur fram að Urriðavatn er um 2,5 sinnum hálfur kílómetri, mjög lífríkt og eitt besta veiðivatn héraðsins. Vakir hafi jafnan verið á miðju vatnsins þegar það var ísi lagt. „Um 1960 kom í ljós að þarna var jarðhitasvæði á botni; eftir nokkrar boranir á tanga sem gerður var frá austurströnd vatnsins fékkst þar nægilegt magn af 80° heitu vatni í Hitaveitu Egilsstaða og Fella,“ er vitnað til Náttúrumæraskrárinnar sem jafnframt greinir frá dularfullri skepnu. „Í vatninu kvað vera furðudýr nokkurt sem Tuska kallast,“ segir í skrá Helga. „Hún sást síðast um 1900 og bera lýsingar hennar keim af otrum.“ Breytingin á skipulaginu fer nú í auglýsingu þar sem gefst kostur á að senda inn athugasemdir. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að auglýsa breytingu á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi svo koma megi upp baðstað með ylströnd við Urriðavatn í Fellabæ. „Baðstaðurinn mun gera afþreyingu á Héraði fjölbreyttari þar sem engin sambærileg aðstaða er nú þegar í boði,“ segir í greinargerð Fljótsdalshéraðs.SkipulagssvæðiðNýta á heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Urriðavatn og leiða það 700 metra í pípu að baðstaðnum sem á að vera milli Hróarstunguvegar og vatnsbakkans þar sem vegurinn sveigir að vatninu á landi í einkaeigu. Þaðan eru rúmir fimm kílómetrar til Egilsstaða. „Á baðstaðnum er áformað að hafa ylströnd og heita potta við vatnsbakkann, ásamt þjónustuhúsi og hugsanlega byggingarreit fyrir gistihús. Vatn mun renna úr pottunum út í ylströndina,“ segir í greinargerðinni. Magnið verði um 1 til 4 lítrar á sekúndu af 40°C heitu vatni sem sé svipað og tólf- til fimmtugfalt rennsli úr handlaug. Þá segir að Veiðimálastofnun telji að við þetta muni hitakærum tegundum í vatninu fjölga en kulsæknum fækka. Vatnabobba fjölgi á grýttum botni en vorflugum og mýi fækki. Tryggja þurfi að klór berist ekki út í vatnið. „Til mótvægis við ofangreind áhrif eru settir skilmálar um að ylströndin sé að mestu aflokuð frá vatnshloti Urriðavatns með görðum,“ segir í greinargerðinni. Ekki verði losað meira en 4 lítrar á sekúndu og vatnið verði ekki heitara en 40°C. Ekki megi nota klór. Vitnað er til Náttúrumæraskrár Helga Hallgrímssonar. Þar kemur fram að Urriðavatn er um 2,5 sinnum hálfur kílómetri, mjög lífríkt og eitt besta veiðivatn héraðsins. Vakir hafi jafnan verið á miðju vatnsins þegar það var ísi lagt. „Um 1960 kom í ljós að þarna var jarðhitasvæði á botni; eftir nokkrar boranir á tanga sem gerður var frá austurströnd vatnsins fékkst þar nægilegt magn af 80° heitu vatni í Hitaveitu Egilsstaða og Fella,“ er vitnað til Náttúrumæraskrárinnar sem jafnframt greinir frá dularfullri skepnu. „Í vatninu kvað vera furðudýr nokkurt sem Tuska kallast,“ segir í skrá Helga. „Hún sást síðast um 1900 og bera lýsingar hennar keim af otrum.“ Breytingin á skipulaginu fer nú í auglýsingu þar sem gefst kostur á að senda inn athugasemdir.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels