Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér svavar hávarðsson skrifar 21. apríl 2015 07:00 Fram hefur komið að sæstrengur verði ekki lagður héðan til Bretlands án þess að til komi uppbygging og styrking flutningskerfis raforku hér á landi. Fréttablaðið/Stefán Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira