Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 07:15 Á hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra situr Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á vinstri hönd eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. VÍSIR/ERNIR „Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
„Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira