Um 240 milljónir til viðbótar í malbik ingibjörg bára stefánsdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Gert er ráð fyrir að 13 til 14 þúsund tonn af malbiki fari til gatnaviðhalds í Reykjavík í ár. fréttablaðið/Vilhelm Verja á um 240 milljónum króna til viðbótar til viðhalds gatna í Reykjavík í ár miðað við í fyrra. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir það hafa blasað lengi við að meira fé þurfi til endurnýjunar gatnakerfisins. Áætlað er að 13 til 14 þúsund tonn af malbiki fari til gatnaviðhalds og að kostnaðurinn nemi 690 milljónum króna. Kostnaðurinn í fyrra var 458 milljónir króna á núvirði, að sögn Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds.bergþóra KristinsdóttirReykjavíkurborg hefur ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiks sem lagt er á götur borgarinnar. Þetta er mat Bergþóru Kristinsdóttur, verkfræðings hjá Eflu, sem unnið hefur að gatnaviðhaldsmálum. „Í útboðsgögnum hafa menn beðið um og fengið efni af góðum gæðum, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru á hverjum stað. Ástandið er fyrst og fremst slæmt vegna veðurfars og þess að of litlu fjármagni hefur verið varið í endurnýjun gatnakerfisins síðustu ár. Þetta er uppsafnaður viðhaldsvandi,“ bendir Bergþóra á. Spurð hvort það verði ekki ódýrara til lengri tíma litið að nota víðar dýrari tegundir malbiks segir Bergþóra að taka verði tillit til margra þátta við val á slitlagstegund. „Fram að þessu hafa menn ekki slegið af gæðum við val á slitlagi á götur. Slitlagstegund er valin eftir því hve mikil umferð er á viðkomandi götu. Þannig er t.d. ekki valið að nota þykkt slitlag með dýru steinefni í botngötur í húsahverfum því það skilar sér ekki í betri endingu. Fjárframlög hafa verið alltof lítil í langan tíma. Það er erfitt að réttlæta það að nota efni sem er til dæmis 30 prósentum dýrara og gera þá við 30 prósentum minna. Þegar svo og svo mikið er ónýtt verður að finna leiðir til að ná að gera við það sem þarf.“ Að sögn verkfræðingsins endist malbik á götum með miklum umferðarþunga í sex til tíu ár en steypa, sem er miklu dýrari, í 30 til 40 ár. Það sé hins vegar erfiðara að steypa götur nema þegar verið er að leggja nýjar. „Götur þurfa að vera lokaðar í nokkra sólarhringa eftir að steypt er. Í langflestum tilfellum er ekki hægt að loka götum í nokkra daga. Það er til dæmis erfitt að loka miðakrein á Miklubraut til að steypa hana.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Verja á um 240 milljónum króna til viðbótar til viðhalds gatna í Reykjavík í ár miðað við í fyrra. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir það hafa blasað lengi við að meira fé þurfi til endurnýjunar gatnakerfisins. Áætlað er að 13 til 14 þúsund tonn af malbiki fari til gatnaviðhalds og að kostnaðurinn nemi 690 milljónum króna. Kostnaðurinn í fyrra var 458 milljónir króna á núvirði, að sögn Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds.bergþóra KristinsdóttirReykjavíkurborg hefur ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiks sem lagt er á götur borgarinnar. Þetta er mat Bergþóru Kristinsdóttur, verkfræðings hjá Eflu, sem unnið hefur að gatnaviðhaldsmálum. „Í útboðsgögnum hafa menn beðið um og fengið efni af góðum gæðum, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru á hverjum stað. Ástandið er fyrst og fremst slæmt vegna veðurfars og þess að of litlu fjármagni hefur verið varið í endurnýjun gatnakerfisins síðustu ár. Þetta er uppsafnaður viðhaldsvandi,“ bendir Bergþóra á. Spurð hvort það verði ekki ódýrara til lengri tíma litið að nota víðar dýrari tegundir malbiks segir Bergþóra að taka verði tillit til margra þátta við val á slitlagstegund. „Fram að þessu hafa menn ekki slegið af gæðum við val á slitlagi á götur. Slitlagstegund er valin eftir því hve mikil umferð er á viðkomandi götu. Þannig er t.d. ekki valið að nota þykkt slitlag með dýru steinefni í botngötur í húsahverfum því það skilar sér ekki í betri endingu. Fjárframlög hafa verið alltof lítil í langan tíma. Það er erfitt að réttlæta það að nota efni sem er til dæmis 30 prósentum dýrara og gera þá við 30 prósentum minna. Þegar svo og svo mikið er ónýtt verður að finna leiðir til að ná að gera við það sem þarf.“ Að sögn verkfræðingsins endist malbik á götum með miklum umferðarþunga í sex til tíu ár en steypa, sem er miklu dýrari, í 30 til 40 ár. Það sé hins vegar erfiðara að steypa götur nema þegar verið er að leggja nýjar. „Götur þurfa að vera lokaðar í nokkra sólarhringa eftir að steypt er. Í langflestum tilfellum er ekki hægt að loka götum í nokkra daga. Það er til dæmis erfitt að loka miðakrein á Miklubraut til að steypa hana.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira