Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Ingibjörg Kristjánsdóttir. „Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á. Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
„Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á.
Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00