„Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 14:45 Sigmundur Davíð kynnti yfirlýsinguna. vísir/Lillý Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja málsaðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Meðal helstu atriða í viljayfirlýsingunni er bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Þá er stefnt að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissari verkaskiptinu auk þess sem íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna:„Aðilar eru sammála um að vinna að eftirfarandi markmiðum á grundvelli formlegrar staðfestingar undirritaðra kjarasamninga.1. Ráðist verði í átak í tengslum við stefnu stjórnvalda um betri heilbrigðisþjónustu með virkum stuðningi lækna og öflugri þátttöku þeirra í stefnumótun sem byggist á bættri starfsaðstöðu og betri nýtingu fjármuna.2. Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga.3. Haldið verði fast við þá stefnu sem mörkuð var í fjárlögum ársins 2014 og kveður á um aukið fjármagn til heilbrigðismála. Ljóst er að áskorunum heilbrigðisþjónustunnar verður ekki mætt með auknum fjármunum eingöngu. Kappkosta verður að hámarka nýtingu fjármagnsins, m.a. með framleiðnisamanburði og hvatningu til skilvirkni og aukinna gæða þjónustunnar.4. Sjónum verði beint að framleiðni í heilbrigðisþjónustunni samhliða auknu fjármagni og metnaðarfullri þjónustustefnu. Hvergi verður hvikað frá þjónustumarkmiðum og þess gætt að aukin framleiðni tefji hvorki eðlilegar nýjungar og framfarir né skerði umsamin laun eða kjör.5. Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala, endurnýjun tækja, samtengingu rafrænnar sjúkraskrár, eflingu heimilislækninga og svigrúmi til fyrsta flokks læknismeðferðar. Tryggt verður að fjárfesting í húsnæði og tækjum sé markviss og skili í senn varanlegri hagkvæmni og betri meðferð sjúklinga til lengri tíma, m.a. með vandaðri stýringu á fjölda og notkun rekstrareininga sem sinna mjög sérhæfðri greiningu og meðferð.6. Samvinna Landspítala, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og annarra veitenda heilbrigðisþjónustu verði aukin.7. Fram fari heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum sem byggja á virkri þjónustu- og verkefnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.8. Launakjör lækna þar á meðal grunnlaun, vinnuálag og vaktafyrirkomulag verði samkeppnisfær og færð nær því kerfi sem tíðkast á Norðurlöndunum að teknu tilliti til þeirrar sérstöðu sem íslensk heilbrigðisþjónusta býr við. Skapaðar verði forsendur til þess að læknar geti unnið á einum stað eingöngu.Reykjavík, 8. janúar 2015Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraIllugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherraÞorbjörn Jónsson formaður Læknafélags ÍslandsKristin Huld Haraldsdóttir varaformaður Skurðlæknafélags Íslands.“ Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja málsaðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Meðal helstu atriða í viljayfirlýsingunni er bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Þá er stefnt að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissari verkaskiptinu auk þess sem íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna:„Aðilar eru sammála um að vinna að eftirfarandi markmiðum á grundvelli formlegrar staðfestingar undirritaðra kjarasamninga.1. Ráðist verði í átak í tengslum við stefnu stjórnvalda um betri heilbrigðisþjónustu með virkum stuðningi lækna og öflugri þátttöku þeirra í stefnumótun sem byggist á bættri starfsaðstöðu og betri nýtingu fjármuna.2. Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga.3. Haldið verði fast við þá stefnu sem mörkuð var í fjárlögum ársins 2014 og kveður á um aukið fjármagn til heilbrigðismála. Ljóst er að áskorunum heilbrigðisþjónustunnar verður ekki mætt með auknum fjármunum eingöngu. Kappkosta verður að hámarka nýtingu fjármagnsins, m.a. með framleiðnisamanburði og hvatningu til skilvirkni og aukinna gæða þjónustunnar.4. Sjónum verði beint að framleiðni í heilbrigðisþjónustunni samhliða auknu fjármagni og metnaðarfullri þjónustustefnu. Hvergi verður hvikað frá þjónustumarkmiðum og þess gætt að aukin framleiðni tefji hvorki eðlilegar nýjungar og framfarir né skerði umsamin laun eða kjör.5. Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala, endurnýjun tækja, samtengingu rafrænnar sjúkraskrár, eflingu heimilislækninga og svigrúmi til fyrsta flokks læknismeðferðar. Tryggt verður að fjárfesting í húsnæði og tækjum sé markviss og skili í senn varanlegri hagkvæmni og betri meðferð sjúklinga til lengri tíma, m.a. með vandaðri stýringu á fjölda og notkun rekstrareininga sem sinna mjög sérhæfðri greiningu og meðferð.6. Samvinna Landspítala, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og annarra veitenda heilbrigðisþjónustu verði aukin.7. Fram fari heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum sem byggja á virkri þjónustu- og verkefnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.8. Launakjör lækna þar á meðal grunnlaun, vinnuálag og vaktafyrirkomulag verði samkeppnisfær og færð nær því kerfi sem tíðkast á Norðurlöndunum að teknu tilliti til þeirrar sérstöðu sem íslensk heilbrigðisþjónusta býr við. Skapaðar verði forsendur til þess að læknar geti unnið á einum stað eingöngu.Reykjavík, 8. janúar 2015Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraIllugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherraÞorbjörn Jónsson formaður Læknafélags ÍslandsKristin Huld Haraldsdóttir varaformaður Skurðlæknafélags Íslands.“
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira