„Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 14:45 Sigmundur Davíð kynnti yfirlýsinguna. vísir/Lillý Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja málsaðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Meðal helstu atriða í viljayfirlýsingunni er bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Þá er stefnt að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissari verkaskiptinu auk þess sem íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna:„Aðilar eru sammála um að vinna að eftirfarandi markmiðum á grundvelli formlegrar staðfestingar undirritaðra kjarasamninga.1. Ráðist verði í átak í tengslum við stefnu stjórnvalda um betri heilbrigðisþjónustu með virkum stuðningi lækna og öflugri þátttöku þeirra í stefnumótun sem byggist á bættri starfsaðstöðu og betri nýtingu fjármuna.2. Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga.3. Haldið verði fast við þá stefnu sem mörkuð var í fjárlögum ársins 2014 og kveður á um aukið fjármagn til heilbrigðismála. Ljóst er að áskorunum heilbrigðisþjónustunnar verður ekki mætt með auknum fjármunum eingöngu. Kappkosta verður að hámarka nýtingu fjármagnsins, m.a. með framleiðnisamanburði og hvatningu til skilvirkni og aukinna gæða þjónustunnar.4. Sjónum verði beint að framleiðni í heilbrigðisþjónustunni samhliða auknu fjármagni og metnaðarfullri þjónustustefnu. Hvergi verður hvikað frá þjónustumarkmiðum og þess gætt að aukin framleiðni tefji hvorki eðlilegar nýjungar og framfarir né skerði umsamin laun eða kjör.5. Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala, endurnýjun tækja, samtengingu rafrænnar sjúkraskrár, eflingu heimilislækninga og svigrúmi til fyrsta flokks læknismeðferðar. Tryggt verður að fjárfesting í húsnæði og tækjum sé markviss og skili í senn varanlegri hagkvæmni og betri meðferð sjúklinga til lengri tíma, m.a. með vandaðri stýringu á fjölda og notkun rekstrareininga sem sinna mjög sérhæfðri greiningu og meðferð.6. Samvinna Landspítala, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og annarra veitenda heilbrigðisþjónustu verði aukin.7. Fram fari heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum sem byggja á virkri þjónustu- og verkefnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.8. Launakjör lækna þar á meðal grunnlaun, vinnuálag og vaktafyrirkomulag verði samkeppnisfær og færð nær því kerfi sem tíðkast á Norðurlöndunum að teknu tilliti til þeirrar sérstöðu sem íslensk heilbrigðisþjónusta býr við. Skapaðar verði forsendur til þess að læknar geti unnið á einum stað eingöngu.Reykjavík, 8. janúar 2015Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraIllugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherraÞorbjörn Jónsson formaður Læknafélags ÍslandsKristin Huld Haraldsdóttir varaformaður Skurðlæknafélags Íslands.“ Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja málsaðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Meðal helstu atriða í viljayfirlýsingunni er bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Þá er stefnt að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissari verkaskiptinu auk þess sem íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna:„Aðilar eru sammála um að vinna að eftirfarandi markmiðum á grundvelli formlegrar staðfestingar undirritaðra kjarasamninga.1. Ráðist verði í átak í tengslum við stefnu stjórnvalda um betri heilbrigðisþjónustu með virkum stuðningi lækna og öflugri þátttöku þeirra í stefnumótun sem byggist á bættri starfsaðstöðu og betri nýtingu fjármuna.2. Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga.3. Haldið verði fast við þá stefnu sem mörkuð var í fjárlögum ársins 2014 og kveður á um aukið fjármagn til heilbrigðismála. Ljóst er að áskorunum heilbrigðisþjónustunnar verður ekki mætt með auknum fjármunum eingöngu. Kappkosta verður að hámarka nýtingu fjármagnsins, m.a. með framleiðnisamanburði og hvatningu til skilvirkni og aukinna gæða þjónustunnar.4. Sjónum verði beint að framleiðni í heilbrigðisþjónustunni samhliða auknu fjármagni og metnaðarfullri þjónustustefnu. Hvergi verður hvikað frá þjónustumarkmiðum og þess gætt að aukin framleiðni tefji hvorki eðlilegar nýjungar og framfarir né skerði umsamin laun eða kjör.5. Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala, endurnýjun tækja, samtengingu rafrænnar sjúkraskrár, eflingu heimilislækninga og svigrúmi til fyrsta flokks læknismeðferðar. Tryggt verður að fjárfesting í húsnæði og tækjum sé markviss og skili í senn varanlegri hagkvæmni og betri meðferð sjúklinga til lengri tíma, m.a. með vandaðri stýringu á fjölda og notkun rekstrareininga sem sinna mjög sérhæfðri greiningu og meðferð.6. Samvinna Landspítala, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og annarra veitenda heilbrigðisþjónustu verði aukin.7. Fram fari heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum sem byggja á virkri þjónustu- og verkefnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.8. Launakjör lækna þar á meðal grunnlaun, vinnuálag og vaktafyrirkomulag verði samkeppnisfær og færð nær því kerfi sem tíðkast á Norðurlöndunum að teknu tilliti til þeirrar sérstöðu sem íslensk heilbrigðisþjónusta býr við. Skapaðar verði forsendur til þess að læknar geti unnið á einum stað eingöngu.Reykjavík, 8. janúar 2015Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraIllugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherraÞorbjörn Jónsson formaður Læknafélags ÍslandsKristin Huld Haraldsdóttir varaformaður Skurðlæknafélags Íslands.“
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira