Kostnaður LSH við verkfallið yfir 420 milljónum króna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2015 07:00 Samið Skrifað var undir kjarasamning milli lækna og ríkis í Karphúsinu í fyrrinótt. Fréttablaðið/Ernir Samninganefndir lækna og ríkisins náðu saman í fyrrinótt. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan 3:30. Verkfallsaðgerðum lækna sem boðaðar höfðu verið í gær var frestað þar til atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið. Kjarasamningurinn er til þriggja ára. Hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna hann fyrir læknum. Samningurinn er flókinn og spannar um 80 blaðsíður. Hann felur í sér algjöra uppstokkun á bæði launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við samninginn ríflega 10 prósenta launahækkun. Þannig hækka launin samkvæmt launatöflu um 3,6 prósent afturvirkt og gildir sú hækkun frá því í júní 2014. Önnur hækkun um 10,5 prósent tekur gildi 1. janúar 2015. Þar sem læknar voru samningslausir frá síðasta sumri bætist einnig 160 þúsund króna eingreiðsla við þessar hækkanir ef samningurinn verður samþykktur.Launin munu hækka meira á tímabilinu þar sem koma til enn frekari prósentuhækkanir í fleiri þrepum auk þess sem samið var um launapotta sem dreifast misjafnlega.Páll Matthíasson forstjóri LandspítalansAð sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna niður áhrif verkfallsins á starfsemi spítalans. Gera má ráð fyrir að sú vinna standi fram eftir ári. Áætlaður kostnaður spítalans við framkvæmd þeirra skurðaðgerða sem ekki varð af á verkfallstímanum er um 350 milljónir króna. Þá er unnið að kostnaðarmati vegna starfsemi á hjartaþræðingu, rannsóknarsviði og dag- og göngudeildum en gert er ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á um 60 til 70 milljónum. Um er að ræða grófar tölur og fyrsta mat stjórnenda spítalans. Alls voru 786 aðgerðir felldar niður á spítalanum vegna verkfallsins. Þá var 586 aðgerðum frestað og 108 inngrip á hjartaþræðingarstofu felld niður. Þá voru 3.117 komur á göngudeildir felldar niður vegna verkfallsins, þar af rúmlega þúsund bæði á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Gróft mat spítalans á lækkun launagreiðslna til lækna á verkfallstímanum er um 150 milljónir króna. Páll segist fagna því að árangur hafi náðst í kjaradeilunni og vonar að samningarnir verði samþykktir. „Við erum nú að leggja drög að undirbúningi að því hvernig við náum best að þjónusta þá fjölmörgu sem ekki fengu fullnægjandi þjónustu þessa verkfallsdaga. Sú vinna felst meðal annars í því að endurmeta ástand þeirra sem bíða eftir aðgerðum og endurraða samkvæmt því á biðlista. Þá vonumst við til að geta aukið starfsemina tímabundið til að flýta fyrir þessu. Allajafna eru skurðstofur okkar og önnur aðstaða nýtt til hins ýtrasta svo ekki er hægt um vik að bæta við starfsemi á reglulegum tíma. Við munum því kanna hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni en það er nokkuð ljóst að það mun taka okkur vel fram á þetta ár að vinda ofan af þessu,“ segir Páll. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Samninganefndir lækna og ríkisins náðu saman í fyrrinótt. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan 3:30. Verkfallsaðgerðum lækna sem boðaðar höfðu verið í gær var frestað þar til atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið. Kjarasamningurinn er til þriggja ára. Hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna hann fyrir læknum. Samningurinn er flókinn og spannar um 80 blaðsíður. Hann felur í sér algjöra uppstokkun á bæði launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við samninginn ríflega 10 prósenta launahækkun. Þannig hækka launin samkvæmt launatöflu um 3,6 prósent afturvirkt og gildir sú hækkun frá því í júní 2014. Önnur hækkun um 10,5 prósent tekur gildi 1. janúar 2015. Þar sem læknar voru samningslausir frá síðasta sumri bætist einnig 160 þúsund króna eingreiðsla við þessar hækkanir ef samningurinn verður samþykktur.Launin munu hækka meira á tímabilinu þar sem koma til enn frekari prósentuhækkanir í fleiri þrepum auk þess sem samið var um launapotta sem dreifast misjafnlega.Páll Matthíasson forstjóri LandspítalansAð sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna niður áhrif verkfallsins á starfsemi spítalans. Gera má ráð fyrir að sú vinna standi fram eftir ári. Áætlaður kostnaður spítalans við framkvæmd þeirra skurðaðgerða sem ekki varð af á verkfallstímanum er um 350 milljónir króna. Þá er unnið að kostnaðarmati vegna starfsemi á hjartaþræðingu, rannsóknarsviði og dag- og göngudeildum en gert er ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á um 60 til 70 milljónum. Um er að ræða grófar tölur og fyrsta mat stjórnenda spítalans. Alls voru 786 aðgerðir felldar niður á spítalanum vegna verkfallsins. Þá var 586 aðgerðum frestað og 108 inngrip á hjartaþræðingarstofu felld niður. Þá voru 3.117 komur á göngudeildir felldar niður vegna verkfallsins, þar af rúmlega þúsund bæði á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Gróft mat spítalans á lækkun launagreiðslna til lækna á verkfallstímanum er um 150 milljónir króna. Páll segist fagna því að árangur hafi náðst í kjaradeilunni og vonar að samningarnir verði samþykktir. „Við erum nú að leggja drög að undirbúningi að því hvernig við náum best að þjónusta þá fjölmörgu sem ekki fengu fullnægjandi þjónustu þessa verkfallsdaga. Sú vinna felst meðal annars í því að endurmeta ástand þeirra sem bíða eftir aðgerðum og endurraða samkvæmt því á biðlista. Þá vonumst við til að geta aukið starfsemina tímabundið til að flýta fyrir þessu. Allajafna eru skurðstofur okkar og önnur aðstaða nýtt til hins ýtrasta svo ekki er hægt um vik að bæta við starfsemi á reglulegum tíma. Við munum því kanna hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni en það er nokkuð ljóst að það mun taka okkur vel fram á þetta ár að vinda ofan af þessu,“ segir Páll.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent