Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. mars 2015 07:00 i Í mörgum tilvikum var ofbeldið nátengt félagslegri stöðu kvennanna og valdaleysi þeirra. Fréttablaðið/Getty Ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál sem er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum. „Rannsóknin er hagnýt í grunninn og það var lögð áhersla á að hægt væri að þróa einhvers konar ábendingar eða hagnýt tæki til að stuðla að bættum stuðningi til fatlaðra kvenna. Efni sem gæti nýst til þess að stuðla að vitundarvakningu og auka fræðslu,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir sem ásamt Rannveigu Traustadóttur er höfundur rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var unnin á þann hátt að fjórir rýnihópar sem í voru 4-6 fatlaðar konur hittust og ræddu um ofbeldi gegn fötluðum konum. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fatlaðar konur sem voru þolendur ofbeldis og viðtöl tekin og sendir spurningalistar til samtaka og stofnana sem hjálpa þolendum ofbeldis. Niðurstöðurnar sýna að margar kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu. Margar höfðu upplifað það að ofbeldið var þaggað niður og falið. Konurnar fengu sjaldan stuðning til þess að takast á við afleiðingar ofbeldisins og töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt og algengt það væri. Einnig bentu þær á að oft væri fötluðum konum ekki trúað þegar þær segðu frá. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni á Íslandi töluðu mikið um það hversu jaðarsettur hópur þær væru og félagslega útskúfun sem þær höfðu upplifað. „Á Íslandi var mikil umræða í rýnihópunum um jaðarsetta stöðu fatlaðra kvenna og almenna fordóma gagnvart þeim. Jaðarstaðan stuðlaði að ofbeldinu og hindraði þær jafnframt í að fá stuðning. Þar spilar líka inn í valdaójafnvægi sem ríkir í samskiptum við aðra,“ segir Hrafnhildur. „Það getur ýtt undir ofbeldisaðstæður, það er ekki tekið mark á þeim og ekki hlustað á þær. Oft var það þannig að konurnar eru háðar gerandanum um stuðning í daglegu lífi og voru þá einangraðar að því leyti að það var mjög erfitt fyrir þær að nálgast hjálp,“ segir Hrafnhildur. „Þessir þættir urðu líka til þess að konur fengu síður hjálp því þeim var ekki trúað, málum var sópað undir teppi og þess háttar,“ segir hún. „Fordómar sem þær höfðu mætt birtist til dæmis í gríni á kostnað fatlaðra kvenna og niðurlægjandi athugasemdum og þess háttar,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar tala konurnar um að þær væru hlutgerðar og ekki virtar sem manneskjur. Þeim findist ekki gert ráð fyrir þeim í samfélaginu, þær væru annars flokks. Að búa við þetta í lengri tíma yrði til þess að þær yrðu jafnvel samdauna ofbeldi sem þær verða fyrir og réttur þeirra minni. „Þannig að við hljótum því líka að spyrja okkur: Hvað getum við sem samfélag gert? Í þessu samhengi væri vitundarvakning um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu mjög mikilvæg og umræða um það hvernig fordómar gegn fötluðu fólki birtast,“ segir Hrafnhildur. Að segir margar kvennanna einnig hafa talað um það hvað þjónustan sem þær þyrftu væri stýrandi afl í lífi þeirra. Þær hefðu lítið vald yfir eigin lífi og það hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aðgengi fatlaðra kvenna að stuðning og kom það skýrt fram að bæta þyrfti stuðning og fræðslu. „Þær töluðu einnig um að fatlaðar konur áttuðu sig oft ekki á því þegar þær yrðu fyrir ofbeldi vegna þess að þær væru svo vanar að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á þeim og beittu þær einhvers konar valdi.“ Í kjölfar rannsóknarinnar hafa verið gerðir bæklingar ætlaðir fötluðum konum sem verða fyrir ofbeldi. Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál sem er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum. „Rannsóknin er hagnýt í grunninn og það var lögð áhersla á að hægt væri að þróa einhvers konar ábendingar eða hagnýt tæki til að stuðla að bættum stuðningi til fatlaðra kvenna. Efni sem gæti nýst til þess að stuðla að vitundarvakningu og auka fræðslu,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir sem ásamt Rannveigu Traustadóttur er höfundur rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var unnin á þann hátt að fjórir rýnihópar sem í voru 4-6 fatlaðar konur hittust og ræddu um ofbeldi gegn fötluðum konum. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fatlaðar konur sem voru þolendur ofbeldis og viðtöl tekin og sendir spurningalistar til samtaka og stofnana sem hjálpa þolendum ofbeldis. Niðurstöðurnar sýna að margar kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu. Margar höfðu upplifað það að ofbeldið var þaggað niður og falið. Konurnar fengu sjaldan stuðning til þess að takast á við afleiðingar ofbeldisins og töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt og algengt það væri. Einnig bentu þær á að oft væri fötluðum konum ekki trúað þegar þær segðu frá. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni á Íslandi töluðu mikið um það hversu jaðarsettur hópur þær væru og félagslega útskúfun sem þær höfðu upplifað. „Á Íslandi var mikil umræða í rýnihópunum um jaðarsetta stöðu fatlaðra kvenna og almenna fordóma gagnvart þeim. Jaðarstaðan stuðlaði að ofbeldinu og hindraði þær jafnframt í að fá stuðning. Þar spilar líka inn í valdaójafnvægi sem ríkir í samskiptum við aðra,“ segir Hrafnhildur. „Það getur ýtt undir ofbeldisaðstæður, það er ekki tekið mark á þeim og ekki hlustað á þær. Oft var það þannig að konurnar eru háðar gerandanum um stuðning í daglegu lífi og voru þá einangraðar að því leyti að það var mjög erfitt fyrir þær að nálgast hjálp,“ segir Hrafnhildur. „Þessir þættir urðu líka til þess að konur fengu síður hjálp því þeim var ekki trúað, málum var sópað undir teppi og þess háttar,“ segir hún. „Fordómar sem þær höfðu mætt birtist til dæmis í gríni á kostnað fatlaðra kvenna og niðurlægjandi athugasemdum og þess háttar,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar tala konurnar um að þær væru hlutgerðar og ekki virtar sem manneskjur. Þeim findist ekki gert ráð fyrir þeim í samfélaginu, þær væru annars flokks. Að búa við þetta í lengri tíma yrði til þess að þær yrðu jafnvel samdauna ofbeldi sem þær verða fyrir og réttur þeirra minni. „Þannig að við hljótum því líka að spyrja okkur: Hvað getum við sem samfélag gert? Í þessu samhengi væri vitundarvakning um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu mjög mikilvæg og umræða um það hvernig fordómar gegn fötluðu fólki birtast,“ segir Hrafnhildur. Að segir margar kvennanna einnig hafa talað um það hvað þjónustan sem þær þyrftu væri stýrandi afl í lífi þeirra. Þær hefðu lítið vald yfir eigin lífi og það hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aðgengi fatlaðra kvenna að stuðning og kom það skýrt fram að bæta þyrfti stuðning og fræðslu. „Þær töluðu einnig um að fatlaðar konur áttuðu sig oft ekki á því þegar þær yrðu fyrir ofbeldi vegna þess að þær væru svo vanar að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á þeim og beittu þær einhvers konar valdi.“ Í kjölfar rannsóknarinnar hafa verið gerðir bæklingar ætlaðir fötluðum konum sem verða fyrir ofbeldi.
Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira