Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. Aftur á móti eru 24 prósent sátt við framgöngu hans. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því um sexleytið á fimmtudag í síðustu viku að hann hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. „Þessi niðurstaða sýnir mjög eðlileg viðbrögð gagnvart þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru. Menn uppskera eins og þeir sá,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart. Aðspurður segist hann jafnframt búast við að meðferð málsins muni hafa varanleg áhrif á utanríkisráðherra, ríkisstjórnina og stöðu stjórnarflokkanna. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 44 prósent vera mjög ósátt, 19 prósent segjast vera frekar ósátt, 13 prósent segjast hvorki vera sátt né ósátt, 9 prósent segjast vera frekar sátt og 15 prósent mjög sátt. Þegar svör allra eru skoðuð sést að 39 prósent eru mjög ósátt, 16 prósent eru frekar ósátt, 11 prósent eru hvorki sátt né ósátt, 8 prósent eru frekar sátt og 13 prósent eru mjög sátt. Könnun Fréttablaðsins var gerð dagana 18. og 19. mars 2015. Hringt var í 1.078 manns þar til náðist í 801 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Það er 74,3% svarhlutfall. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. Aftur á móti eru 24 prósent sátt við framgöngu hans. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því um sexleytið á fimmtudag í síðustu viku að hann hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. „Þessi niðurstaða sýnir mjög eðlileg viðbrögð gagnvart þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru. Menn uppskera eins og þeir sá,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart. Aðspurður segist hann jafnframt búast við að meðferð málsins muni hafa varanleg áhrif á utanríkisráðherra, ríkisstjórnina og stöðu stjórnarflokkanna. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 44 prósent vera mjög ósátt, 19 prósent segjast vera frekar ósátt, 13 prósent segjast hvorki vera sátt né ósátt, 9 prósent segjast vera frekar sátt og 15 prósent mjög sátt. Þegar svör allra eru skoðuð sést að 39 prósent eru mjög ósátt, 16 prósent eru frekar ósátt, 11 prósent eru hvorki sátt né ósátt, 8 prósent eru frekar sátt og 13 prósent eru mjög sátt. Könnun Fréttablaðsins var gerð dagana 18. og 19. mars 2015. Hringt var í 1.078 manns þar til náðist í 801 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Það er 74,3% svarhlutfall. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira