Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. Aftur á móti eru 24 prósent sátt við framgöngu hans. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því um sexleytið á fimmtudag í síðustu viku að hann hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. „Þessi niðurstaða sýnir mjög eðlileg viðbrögð gagnvart þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru. Menn uppskera eins og þeir sá,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart. Aðspurður segist hann jafnframt búast við að meðferð málsins muni hafa varanleg áhrif á utanríkisráðherra, ríkisstjórnina og stöðu stjórnarflokkanna. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 44 prósent vera mjög ósátt, 19 prósent segjast vera frekar ósátt, 13 prósent segjast hvorki vera sátt né ósátt, 9 prósent segjast vera frekar sátt og 15 prósent mjög sátt. Þegar svör allra eru skoðuð sést að 39 prósent eru mjög ósátt, 16 prósent eru frekar ósátt, 11 prósent eru hvorki sátt né ósátt, 8 prósent eru frekar sátt og 13 prósent eru mjög sátt. Könnun Fréttablaðsins var gerð dagana 18. og 19. mars 2015. Hringt var í 1.078 manns þar til náðist í 801 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Það er 74,3% svarhlutfall. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. Aftur á móti eru 24 prósent sátt við framgöngu hans. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því um sexleytið á fimmtudag í síðustu viku að hann hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. „Þessi niðurstaða sýnir mjög eðlileg viðbrögð gagnvart þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru. Menn uppskera eins og þeir sá,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart. Aðspurður segist hann jafnframt búast við að meðferð málsins muni hafa varanleg áhrif á utanríkisráðherra, ríkisstjórnina og stöðu stjórnarflokkanna. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 44 prósent vera mjög ósátt, 19 prósent segjast vera frekar ósátt, 13 prósent segjast hvorki vera sátt né ósátt, 9 prósent segjast vera frekar sátt og 15 prósent mjög sátt. Þegar svör allra eru skoðuð sést að 39 prósent eru mjög ósátt, 16 prósent eru frekar ósátt, 11 prósent eru hvorki sátt né ósátt, 8 prósent eru frekar sátt og 13 prósent eru mjög sátt. Könnun Fréttablaðsins var gerð dagana 18. og 19. mars 2015. Hringt var í 1.078 manns þar til náðist í 801 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Það er 74,3% svarhlutfall. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira