Mæðgur sýna báðar á HönnunarMars Adda Soffia skrifar 14. mars 2015 09:00 Mæðgurnar Anita og Anna Visir/Valli Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag. HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag.
HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00