Lífið

Mögulega einhver girnilegasti kjóll landsins fundinn

guðrún ansnes skrifar
girnilegar Sushi-rúllurnar sem þekja kjólana eru vissulega girnilegar. Anna Kristín Gunnarsdóttir og Diljá Líf Guðmundsdóttir taka sig vel út í sínum kjólum.
girnilegar Sushi-rúllurnar sem þekja kjólana eru vissulega girnilegar. Anna Kristín Gunnarsdóttir og Diljá Líf Guðmundsdóttir taka sig vel út í sínum kjólum. Fréttablaðið/Vilhelm
„Svona kjólar hafa afar gleðjandi áhrif, bæði á þá sem klæðast og þá sem fá að horfa,“ segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Kjólar&Konfekt við Laugaveg, sem selur býsna óvenjulega kjóla.

Verslunin hefur hannað sérstaka sushi-kjóla í tilefni Hönnunnarmars sem fór af stað í gær. Kjólarnir eru alsettir sushi-myndum, svo sú sem klæðist verður áberandi girnileg.

„Við reynum að gera eitthvað skemmtilegt sem vekur jákvæð viðbrögð og matur hefur sannarlega þann eiginleika.“

Júníkorn-kjólarnir eru ekki fjöldaframleiddir, heldur saumaðir í búðinni og aðeins örfáir í hverri stærð. „Yfirleitt saumum við á okkur starfsfólkið og á gínurnar. Við látum þar við sitja,“ útskýrir Anna.

Fyrir mörgum er algjörlega ómögulegt að fara á mannfagnað og verða uppvís að því að klæðast eins flík og annar gestur, en ætla má að skothelt sé að klæðast forláta sushi-kjól til að forðast slíkar aðstæður.

Við matarkjólaflóruna bætast hamborgarakjóll og bananakjóll sem vakið hafa heilmikla lukku.

„Það verður að vera gaman í vinnunni, það er algjört lykilatriði,“ tilkynnir Anna að lokum, kampakát.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×