Rúður sprungu í flestum bifreiðum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Ótal bílrúður brotnuðu vegna grjóthríðar. Fréttablaðið/Jónína G. Aradóttir „Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira