Ég á líf læknaði þunglyndan Þjóðverja Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2015 08:00 Mikið var um tilfinningar þegar Þjóðverjarnir Bernd og Oliver hittu þá Eyþór Inga, Pétur Örn og Örlyg Smára. Lagið Ég á líf skiptir Þjóðverjana miklu máli og var því mikið um tilfinningar á fundinum. mynd/pétur örn Guðmundsson Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson. Eurovision Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson.
Eurovision Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira