Blæs á fullyrðingar um að hún sé of horuð Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 08:00 Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari og nýbökuð móðir er svo sannarlega í toppformi. vísir/andri marinó Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi. Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi.
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein