Fimmta breiðskífa Diktu tilbúin til útgáfu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2015 10:00 Hljómsveitin Dikta segir nýju plötuna vera þá hressustu sem sveitin hefur sent frá sér. mynd/Florian Trykowski. „Við erum hoppandi skoppandi ánægðir með útkomuna,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanó- og gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin er nú að ljúka við sína fimmtu breiðskífu sem enn hefur ekki fengið endanlegt nafn. Stefnt er á útgáfu plötunnar með vorinu og mun hún koma út í Þýskalandi og víðar um heim á sama tíma. „Ég held að þessi plata sé hressari en hinar. Hún er meira svona „upbeat“ og það má greina smá sumarblæ yfir henni,“ segir Haukur Heiðar spurður út í stíl plötunnar. Hún var tekin upp í þremur lotum og er að stórum hluta hljóðrituð í Þýskalandi, hjá upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við tókum upp tvö lög árið 2013 hjá honum og fórum svo aftur út til hans síðasta sumar og vorum þar í hálfan mánuð. Hann kom svo til Íslands í nóvember og var hérna í mánuð og við kláruðum plötuna,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann segir sveitina hafa uppgötvað hversu mikilvægt það sé að vinna með upptökustjóra á nýjan leik, því hún hefur ekki unnið með slíkum á síðustu tveimur plötum. „Það var mjög gott að vinna aftur með upptökustjóra. Við unnum með Ace úr Skunk Anansie þegar við tókum upp plötuna Hunting for Happiness og lærðum mjög mikið af honum. Á síðustu tveimur plötum höfum við gert þetta alveg sjálfir og vorum komnir í ákveðinn þægindaramma. Það er frábært að fá upptökustjóra aftur.“ Dikta gaf síðast út lagið Talking árið 2013 en það lag ratar inn á plötuna. „Lagið kom hvergi út nema á netinu en það verður á plötunni. Fyrsti alvöru singullinn kemur út núna á næstu dögum, hann er að mjakast inn á útvarpsstöðvarnar,“ bætir Haukur Heiðar við, sem var önnum kafinn við búa sig undir úrslitakvöldið í Eurovision þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Við erum hoppandi skoppandi ánægðir með útkomuna,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanó- og gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin er nú að ljúka við sína fimmtu breiðskífu sem enn hefur ekki fengið endanlegt nafn. Stefnt er á útgáfu plötunnar með vorinu og mun hún koma út í Þýskalandi og víðar um heim á sama tíma. „Ég held að þessi plata sé hressari en hinar. Hún er meira svona „upbeat“ og það má greina smá sumarblæ yfir henni,“ segir Haukur Heiðar spurður út í stíl plötunnar. Hún var tekin upp í þremur lotum og er að stórum hluta hljóðrituð í Þýskalandi, hjá upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við tókum upp tvö lög árið 2013 hjá honum og fórum svo aftur út til hans síðasta sumar og vorum þar í hálfan mánuð. Hann kom svo til Íslands í nóvember og var hérna í mánuð og við kláruðum plötuna,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann segir sveitina hafa uppgötvað hversu mikilvægt það sé að vinna með upptökustjóra á nýjan leik, því hún hefur ekki unnið með slíkum á síðustu tveimur plötum. „Það var mjög gott að vinna aftur með upptökustjóra. Við unnum með Ace úr Skunk Anansie þegar við tókum upp plötuna Hunting for Happiness og lærðum mjög mikið af honum. Á síðustu tveimur plötum höfum við gert þetta alveg sjálfir og vorum komnir í ákveðinn þægindaramma. Það er frábært að fá upptökustjóra aftur.“ Dikta gaf síðast út lagið Talking árið 2013 en það lag ratar inn á plötuna. „Lagið kom hvergi út nema á netinu en það verður á plötunni. Fyrsti alvöru singullinn kemur út núna á næstu dögum, hann er að mjakast inn á útvarpsstöðvarnar,“ bætir Haukur Heiðar við, sem var önnum kafinn við búa sig undir úrslitakvöldið í Eurovision þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira