Fimmta breiðskífa Diktu tilbúin til útgáfu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2015 10:00 Hljómsveitin Dikta segir nýju plötuna vera þá hressustu sem sveitin hefur sent frá sér. mynd/Florian Trykowski. „Við erum hoppandi skoppandi ánægðir með útkomuna,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanó- og gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin er nú að ljúka við sína fimmtu breiðskífu sem enn hefur ekki fengið endanlegt nafn. Stefnt er á útgáfu plötunnar með vorinu og mun hún koma út í Þýskalandi og víðar um heim á sama tíma. „Ég held að þessi plata sé hressari en hinar. Hún er meira svona „upbeat“ og það má greina smá sumarblæ yfir henni,“ segir Haukur Heiðar spurður út í stíl plötunnar. Hún var tekin upp í þremur lotum og er að stórum hluta hljóðrituð í Þýskalandi, hjá upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við tókum upp tvö lög árið 2013 hjá honum og fórum svo aftur út til hans síðasta sumar og vorum þar í hálfan mánuð. Hann kom svo til Íslands í nóvember og var hérna í mánuð og við kláruðum plötuna,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann segir sveitina hafa uppgötvað hversu mikilvægt það sé að vinna með upptökustjóra á nýjan leik, því hún hefur ekki unnið með slíkum á síðustu tveimur plötum. „Það var mjög gott að vinna aftur með upptökustjóra. Við unnum með Ace úr Skunk Anansie þegar við tókum upp plötuna Hunting for Happiness og lærðum mjög mikið af honum. Á síðustu tveimur plötum höfum við gert þetta alveg sjálfir og vorum komnir í ákveðinn þægindaramma. Það er frábært að fá upptökustjóra aftur.“ Dikta gaf síðast út lagið Talking árið 2013 en það lag ratar inn á plötuna. „Lagið kom hvergi út nema á netinu en það verður á plötunni. Fyrsti alvöru singullinn kemur út núna á næstu dögum, hann er að mjakast inn á útvarpsstöðvarnar,“ bætir Haukur Heiðar við, sem var önnum kafinn við búa sig undir úrslitakvöldið í Eurovision þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu.“ Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
„Við erum hoppandi skoppandi ánægðir með útkomuna,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanó- og gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin er nú að ljúka við sína fimmtu breiðskífu sem enn hefur ekki fengið endanlegt nafn. Stefnt er á útgáfu plötunnar með vorinu og mun hún koma út í Þýskalandi og víðar um heim á sama tíma. „Ég held að þessi plata sé hressari en hinar. Hún er meira svona „upbeat“ og það má greina smá sumarblæ yfir henni,“ segir Haukur Heiðar spurður út í stíl plötunnar. Hún var tekin upp í þremur lotum og er að stórum hluta hljóðrituð í Þýskalandi, hjá upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við tókum upp tvö lög árið 2013 hjá honum og fórum svo aftur út til hans síðasta sumar og vorum þar í hálfan mánuð. Hann kom svo til Íslands í nóvember og var hérna í mánuð og við kláruðum plötuna,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann segir sveitina hafa uppgötvað hversu mikilvægt það sé að vinna með upptökustjóra á nýjan leik, því hún hefur ekki unnið með slíkum á síðustu tveimur plötum. „Það var mjög gott að vinna aftur með upptökustjóra. Við unnum með Ace úr Skunk Anansie þegar við tókum upp plötuna Hunting for Happiness og lærðum mjög mikið af honum. Á síðustu tveimur plötum höfum við gert þetta alveg sjálfir og vorum komnir í ákveðinn þægindaramma. Það er frábært að fá upptökustjóra aftur.“ Dikta gaf síðast út lagið Talking árið 2013 en það lag ratar inn á plötuna. „Lagið kom hvergi út nema á netinu en það verður á plötunni. Fyrsti alvöru singullinn kemur út núna á næstu dögum, hann er að mjakast inn á útvarpsstöðvarnar,“ bætir Haukur Heiðar við, sem var önnum kafinn við búa sig undir úrslitakvöldið í Eurovision þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu.“
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira