Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta tímamót af því að Gufunesið sé í hans huga eitt af mest spennandi þróunarsvæðum sem borgin eigi kost á til uppbyggingar ýmissar atvinnustarfsemi.
„Á svæðinu eru stór mannvirki sem ef til vill mætti nýta undir léttan iðnað eða skapandi greinar og við stefnum að því að kynna fljótlega skipulagssamkeppni til að kortleggja möguleikana,“ segir Dagur í fréttabréfi sínu.
Kaupa Gufunes og risastóra lóð
