Líklegt að öllum tilboðum verði hafnað Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 ST. Jósefsspítali. Þar hefur engin starfsemi verið um nokkra hríð og hafa Hafnfirðingar barist fyrir því að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent