Líklegt að öllum tilboðum verði hafnað Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 ST. Jósefsspítali. Þar hefur engin starfsemi verið um nokkra hríð og hafa Hafnfirðingar barist fyrir því að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira