Líklegt að öllum tilboðum verði hafnað Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 ST. Jósefsspítali. Þar hefur engin starfsemi verið um nokkra hríð og hafa Hafnfirðingar barist fyrir því að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent