Óveðrið hafði áhrif víða ingvar haraldsson skrifar 26. janúar 2015 07:00 Ferðalangar máttu klæða sig vel og vera á góðum skóm til þess að lenda ekki í vandræðum. vísir/ernir Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira