Innlent

Mótmæla uppsögnum fatlaðra

sveinn arnarsson skrifar
Haraldur líndal bæjarstjóri Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur Strætó þurfa að fara vel yfir starfsmannamálin.
Haraldur líndal bæjarstjóri Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur Strætó þurfa að fara vel yfir starfsmannamálin.
Hafnarfjarðar gagnrýnir uppsagnir Strætó bs. á fötluðum starfsmönnum sínum rétt fyrir áramót og beinir því til stjórnar byggðasamlagsins að endurskoða starfsmannastefnu fyrirtækisins. Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær.

„Í ljósi frétta af uppsögnum starfsmanna Strætó við yfirfærslu akstursþjónustu fatlaðs fólks áréttar bæjarstjórn Hafnarfjarðar mikilvægi þess að hæfileikar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður,“ segir í ályktun bæjarstjórnar.

Fatlaðir einstaklingar höfðu unnið lengi við Ferðaþjónustu fatlaðra í hlutastörfum en var sagt upp á þeim kjörum og boðið fullt starf. Hins vegar gat enginn fyrrverandi starfsmanna tekið við fullu starfi sökum fötlunar sinnar.

Segir í ályktuninni að tryggja verði ákvæði Sameinuðu þjóðanna um að réttindi fatlaðs fólks sé uppfyllt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×