Land tapast daglega því fjármagn skortir Svavar Hávarðsson skrifar 20. janúar 2015 09:15 Múlaá í skriðdal. Ræktað land er oft af skornum skammti og landbrot því tilfinnanlegur skaði. Landgræðslan getur aðeins orðið við litlum hluta þeirra beiðna sem berast árlega um varnaraðgerðir gegn landbroti. Þrátt fyrir aðkallandi verkefni víða um land hafa fjárheimildir undanfarinna ára hvergi nærri endurspeglað þörfina. „Menn eru að missa land í árnar á hverjum degi, allt í kringum landið,“ segir Sigurjón Einarsson, verkefnisstjóri hjá Landgræðslunni, sem segir jafnframt að það hafi ekki verið kortlagt nákvæmlega hversu mikil þörfin á vörnum gegn landbroti sé í raun. Hins vegar sé til allra þeirra verkefna sem um ræðir aðeins veitt um 50 milljónum á ári. „Það eru því ekki margar og stórar framkvæmdir sem við höfum ráð á að fara í á hverju ári. Við forgangsröðum verkefnum eftir þörfum,“ segir Sigurjón en áhersla á varnaraðgerðir er þar sem ræktuðu landi, byggingum eða öðrum mannvirkjum stafar hætta af ágangi vatna.Sigurjón EinarssonUmsóknir sem berast Landgræðslunni eru allt að 80 talsins ár hvert. Mögulegt hefur verið að sinna 25 til 40 verkefnum. „Svo koma ár þar sem bara er sinnt stórum viðhaldsverkefnum á varnargörðum, eins og í kjölfar náttúruhamfara. Svo biðlistinn hjá okkur er alllangur,“ segir Sigurjón og bætir við að töluverð orka fari í að viðhalda varnargörðum frá fyrri tíð. „Það er alltaf stærri og stærri hluti af fjármagninu sem fer í þetta viðhald. En það má segja að verkefnin séu endalaus og víða. Mörg bíða og fá ekki afgreiðslu þótt þau sannarlega krefjist þess að brugðist sé við,“ segir Sigurjón. Í nýlegri greinargerð starfshóps umhverfisráðherra um tillögur að inntaki nýrra laga um landgræðslu kemur fram að landbrot af völdum fallvatna er viðvarandi vandamál í fjölmörgum ám landsins. Í ljósi þess að landbrot er verulegt hér á landi, og á það bæði við um ræktað land og annað gróið land, leggur nefndin það til að lög um varnir gegn landbroti verði endurskoðuð og felld inn í ný lög um landgræðslu.Lögboðin skylda en fjármagn fylgir ekkiLandgræðsla ríkisins hefur það hlutverk skv. lögum að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.Landgræðslan starfar náið með Vegagerðinni um framkvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngumannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði.Vegagerðin annast og hefur umsjón með varnaraðgerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi.Þar sem vandasamar eða umfangsmiklar fyrirhleðsluframkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum Landgræðslunnar, annast Vegagerðin verkfræðilegan undirbúning, útboð og eftirlit með þeim.Siglingastofnun annast gerð varnargarða gegn ágangi sjávar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Landgræðslan getur aðeins orðið við litlum hluta þeirra beiðna sem berast árlega um varnaraðgerðir gegn landbroti. Þrátt fyrir aðkallandi verkefni víða um land hafa fjárheimildir undanfarinna ára hvergi nærri endurspeglað þörfina. „Menn eru að missa land í árnar á hverjum degi, allt í kringum landið,“ segir Sigurjón Einarsson, verkefnisstjóri hjá Landgræðslunni, sem segir jafnframt að það hafi ekki verið kortlagt nákvæmlega hversu mikil þörfin á vörnum gegn landbroti sé í raun. Hins vegar sé til allra þeirra verkefna sem um ræðir aðeins veitt um 50 milljónum á ári. „Það eru því ekki margar og stórar framkvæmdir sem við höfum ráð á að fara í á hverju ári. Við forgangsröðum verkefnum eftir þörfum,“ segir Sigurjón en áhersla á varnaraðgerðir er þar sem ræktuðu landi, byggingum eða öðrum mannvirkjum stafar hætta af ágangi vatna.Sigurjón EinarssonUmsóknir sem berast Landgræðslunni eru allt að 80 talsins ár hvert. Mögulegt hefur verið að sinna 25 til 40 verkefnum. „Svo koma ár þar sem bara er sinnt stórum viðhaldsverkefnum á varnargörðum, eins og í kjölfar náttúruhamfara. Svo biðlistinn hjá okkur er alllangur,“ segir Sigurjón og bætir við að töluverð orka fari í að viðhalda varnargörðum frá fyrri tíð. „Það er alltaf stærri og stærri hluti af fjármagninu sem fer í þetta viðhald. En það má segja að verkefnin séu endalaus og víða. Mörg bíða og fá ekki afgreiðslu þótt þau sannarlega krefjist þess að brugðist sé við,“ segir Sigurjón. Í nýlegri greinargerð starfshóps umhverfisráðherra um tillögur að inntaki nýrra laga um landgræðslu kemur fram að landbrot af völdum fallvatna er viðvarandi vandamál í fjölmörgum ám landsins. Í ljósi þess að landbrot er verulegt hér á landi, og á það bæði við um ræktað land og annað gróið land, leggur nefndin það til að lög um varnir gegn landbroti verði endurskoðuð og felld inn í ný lög um landgræðslu.Lögboðin skylda en fjármagn fylgir ekkiLandgræðsla ríkisins hefur það hlutverk skv. lögum að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.Landgræðslan starfar náið með Vegagerðinni um framkvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngumannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði.Vegagerðin annast og hefur umsjón með varnaraðgerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi.Þar sem vandasamar eða umfangsmiklar fyrirhleðsluframkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum Landgræðslunnar, annast Vegagerðin verkfræðilegan undirbúning, útboð og eftirlit með þeim.Siglingastofnun annast gerð varnargarða gegn ágangi sjávar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira